Pretty­boitjok­ko selur 69,9 milljóna blokkaríbúð

Heimili | 30. apríl 2025

Pretty­boitjok­ko selur 69,9 milljóna blokkaríbúð

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, eða Pretty­boitjok­ko eins og hann er kallaður, hefur sett 87 fm íbúð sína í Hafnarfirði á sölu. Um er að ræða blokkaríbúð með sérinngangi sem byggð var 2002. 

Pretty­boitjok­ko selur 69,9 milljóna blokkaríbúð

Heimili | 30. apríl 2025

Patrik Snær Atlason hefur sett íbúðina sína á sölu.
Patrik Snær Atlason hefur sett íbúðina sína á sölu. Ljósmynd/Helgi Ómars

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, eða Pretty­boitjok­ko eins og hann er kallaður, hefur sett 87 fm íbúð sína í Hafnarfirði á sölu. Um er að ræða blokkaríbúð með sérinngangi sem byggð var 2002. 

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, eða Pretty­boitjok­ko eins og hann er kallaður, hefur sett 87 fm íbúð sína í Hafnarfirði á sölu. Um er að ræða blokkaríbúð með sérinngangi sem byggð var 2002. 

Patrik var gestur Heimilislífs Mörtu Maríu 2023 og þar sagði hann frá hönnun íbúðarinnar. Skipt var um eldhús 2018 og þá var baðherbergi líka tekið í gegn. Móðir Patriks, Ingunn Helgadóttir, var syni sínum innan handar þegar íbúðin var hönnuð enda annáluð smekkkona. 

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, en Patrik notar annað þeirra sem fataherbergi. Það er líka annað smáatriði sem er áhugavert og það er faldi fataskápurinn í forstofunni sem rúmar nokkra metra af fataslám.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Svöluás 1

mbl.is