Seldi dýrasta hús í sögu Washington-ríkis

Poppkúltúr | 30. apríl 2025

Seldi dýrasta hús í sögu Washington-ríkis

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður í heimi, hefur selt glæsihýsi sitt í borginni Seattle í Washington-fylki.

Seldi dýrasta hús í sögu Washington-ríkis

Poppkúltúr | 30. apríl 2025

Lauren Sanchez og Jeff Bezos.
Lauren Sanchez og Jeff Bezos. Ljósmynd/AFP

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður í heimi, hefur selt glæsihýsi sitt í borginni Seattle í Washington-fylki.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður í heimi, hefur selt glæsihýsi sitt í borginni Seattle í Washington-fylki.

Söluverðið var 63 milljónir bandaríkjadala, eða um níu milljarðar íslenskra króna.

Húsið var ekki auglýst til sölu heldur selt „í skúffunni“ eins og sagt er.

Fasteignakaupin eru þau dýrustu í sögu Washington-fylkis, samkvæmt Puget Sound Business Journal.

Eignin var keypt af Cayan Investments LLC sem er í eigu sádi-arabíska viðskiptamannsins Ahmed Alhatti.

Bezos græddi vel á sölunni en sjálfur keypti hann húsið á 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna árið 2019, stuttu eftir skilnað hans við MacKenzie Scott.

Í dag er Bezos búsettur ásamt unnustu sinni, blaðakonunni og rithöfundinum Lauren Sánchez, í sólskinsborginni Miami.

View this post on Instagram

A post shared by IG Mansions (@ig_mansions)

mbl.is