Vilhjálmur prins sagður fyrirlíta Harry og Meghan

Kóngafólk | 30. apríl 2025

Vilhjálmur prins sagður fyrirlíta Harry og Meghan

Vilhjálmur Bretaprins er sagður ætla að svipta Meghan Markle og Harry prins titlum sínum þegar hann erfir breska hásætið frá Karli III konungi. 

Vilhjálmur prins sagður fyrirlíta Harry og Meghan

Kóngafólk | 30. apríl 2025

Það er drama innan bresku konungsfjölskyldunnar.
Það er drama innan bresku konungsfjölskyldunnar. Samsett mynd

Vilhjálmur Bretaprins er sagður ætla að svipta Meghan Markle og Harry prins titlum sínum þegar hann erfir breska hásætið frá Karli III konungi. 

Vilhjálmur Bretaprins er sagður ætla að svipta Meghan Markle og Harry prins titlum sínum þegar hann erfir breska hásætið frá Karli III konungi. 

Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni tímaritsins Daily Beast hefur Karl sætt sig við skötuhjúin en Vilhjálmur mun ekki gera það. „Hann hatar og fyrirlítur Harry og Meghan með hverju beini í líkamanum, hann trúir að þau hafi svikið allt sem fjölskyldan stendur fyrir og hugmyndin um að þau séu að nota konunglega stöðu sína sem símkort reitir hann til reiði.“

Heimildarmaðurinn heldur því fram að Markle brjóti gegn samkomulagi við Elísabetu II drottningu með því að nota HRH-titilinn, eða „hennar konunglega hátign“, til að kynna lífstílsvörumerki sitt As Ever.

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín prinsessa, eftir athöfnina á …
Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín prinsessa, eftir athöfnina á brúðakaupsdaginn þeirra 29. apríl 2011. Á eftir þeim ganga Harry prins og Philipa Middleton, systir Katrínar. KIRSTY WIGGLESWORTH / POOL / AFP

Segir Karl hafa misst stjórnina

Í hlaðvarpsviðtali síðastliðinn mánudag undirritaði Markle gjafakörfu með HRH-titlinum, ætlaða stjórnanda þáttarins, Jamie Kern Lima, sem innihélt m.a. heimalagaða jarðarberjasósu.

„Karl hefur algjörlega misst stjórnina,“ segir innherjinn að hluta til og bætir við að það sé „augljóst“ að hertoginn og hertogaynjan af Sussex „einblíni á að gera síðustu ár hans að eymd“.

Talsmaður Markle hefur svarað þessu og segir: „Harry og Meghan halda HRH-titlum sínum, hins vegar, samkvæmt samkomulagi, nota þau þá ekki í viðskiptalegum tilgangi.“ Talsmaðurinn vill meina að gjöfin til þáttastjórnandans hafi verið persónuleg.

„Þótt þau geti ekki lengur komið fram fyrir hönd drottningarinnar hafa Sussex-hjónin gert það ljóst að allt sem þau geri muni halda uppi gildum hennar hátignar ... Sussex-hjónin munu ekki nota HRH-titlana sína þar sem þau eru ekki lengur starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar.“

Page Six

Meghan í hvítu og Harry í jakkfötum.
Meghan í hvítu og Harry í jakkfötum. AFP/FRAZER HARRISON
mbl.is