Hverju munu stjörnurnar klæðast í ár?

Rauði dregillinn | 1. maí 2025

Hverju munu stjörnurnar klæðast í ár?

Met Gala-hátíðin er einn af stórviðburðum ársins hjá elítunni í Hollywood. Stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum skarta sínu fínasta pússi og keppast um athygli fjölmiðla er þær ganga upp tröppurnar sem liggja að Metropolitan-safninu í New York, íklæddar íburðarmiklum spariklæðnaði sem tengist þema ársins.

Hverju munu stjörnurnar klæðast í ár?

Rauði dregillinn | 1. maí 2025

Glamúr og glæsileiki er í fyrirrúmi á Met Gala-hátíðinni.
Glamúr og glæsileiki er í fyrirrúmi á Met Gala-hátíðinni. Samsett mynd

Met Gala-hátíðin er einn af stórviðburðum ársins hjá elítunni í Hollywood. Stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum skarta sínu fínasta pússi og keppast um athygli fjölmiðla er þær ganga upp tröppurnar sem liggja að Metropolitan-safninu í New York, íklæddar íburðarmiklum spariklæðnaði sem tengist þema ársins.

Met Gala-hátíðin er einn af stórviðburðum ársins hjá elítunni í Hollywood. Stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum skarta sínu fínasta pússi og keppast um athygli fjölmiðla er þær ganga upp tröppurnar sem liggja að Metropolitan-safninu í New York, íklæddar íburðarmiklum spariklæðnaði sem tengist þema ársins.

Met Gala-hátíðin mun eiga sér stað í byrjun næstu viku, mánudaginn 6. maí, og verður að sjálfsögðu haldin á Metropolitan-safninu líkt og fyrri ár.

Þema hátíðarinnar verður Superfine: Tailoring Black Style sem stjörnurnar munu án efa túlka á mismunandi vegu og verður því forvitnilegt að sjá í hverju þær mæta.   

Í tilefni af niðurtalningunni rifjaði bandaríska tískutímaritið Elle upp íburðarmestu og eftirminnilegustu búninga stjarnanna síðustu ár og það má með sanni segja að frumlegheitin hafi ávallt verið í forgrunni.

Smartland ákvað að bæta aðeins við listann, enda þvílík listaverk sem hafa farið upp þessar tröppur.

View this post on Instagram

A post shared by ELLE Magazine (@elleusa)

Rihanna - 2023

Það er óhætt að segja að söngkonan Rihanna hafi stolið senunni á rauða dreglinum árið 2023 þegar hún mætti í hvítum kjól frá Valentino. 

Rihanna mætti í glæsilegri hönnun frá Valentino árið 2023.
Rihanna mætti í glæsilegri hönnun frá Valentino árið 2023. Ljósmynd/AFP

Laufey - 2024

Íslenska söngundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir var einkar glæsileg í kjól frá indverska hönnuðinum Prabal Gurung á síðasta ári. 

Laufey klikkar seint!
Laufey klikkar seint! Skjáskot/Instagram

Blake Lively - 2018

Bandaríska leikkonan Blake Lively er í miklu uppáhaldi hjá stærstu tískuhúsum heims og keppast þau á hverju ári um að fá að klæða hana.

Lively mætti á viðburðinn í gullfallegum kjól frá Versace árið 2018.

Blake Lively er þekkt fyrir að klæða sig í stíl …
Blake Lively er þekkt fyrir að klæða sig í stíl við tröppurnar. Ljósmynd/AFP

Kim Kardashian - 2022

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian vakti mikla athygli þegar hún klædd­ist göml­um kjól sem var í eigu leik­kon­unn­ar Mari­lyn Mon­roe.

Mon­roe klædd­ist kjóln­um þegar hún söng af­mæl­is­söng­inn fyr­ir þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna John F. Kenn­e­dy árið 1962. 

Kim Kardashian litaði hár sitt ljóst til að líkjast Marilyn …
Kim Kardashian litaði hár sitt ljóst til að líkjast Marilyn Monroe. Ljósmynd/AFP

Gigi Hadid - 2022

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid var heldur framtíðarleg í vínrauðri hönnun frá ítalska tískuhúsinu Versace þegar hún mætti á Met Gala-hátíðina 2022. 

Gigi Hadid.
Gigi Hadid. Ljósmynd/AFP

Florence Pugh - 2023

Enska leikkonan Florence Pugh mætti með áhugavert höfuðfat á hátíðina 2023. 

Florence Pugh rakaði af sér hárið áður en hún mætti …
Florence Pugh rakaði af sér hárið áður en hún mætti á hátíðina. Ljósmynd/AFP
mbl.is