Réttindin mögulega endurskoðuð

Leigubílaþjónusta | 1. maí 2025

Réttindin mögulega endurskoðuð

Próf sem veita réttindi til aksturs leigubíla eiga að vera á íslensku og mikilvægt er að leigubílstjórar sem starfa hér á landi tali og skilji íslensku. Þetta kom fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins á Alþingi í gær.

Réttindin mögulega endurskoðuð

Leigubílaþjónusta | 1. maí 2025

Fjallað var um það á síðasta ári að erlendir próftakar …
Fjallað var um það á síðasta ári að erlendir próftakar hefðu svindlað í leigubílaprófum. mbl.is/Unnur Karen

Próf sem veita réttindi til aksturs leigubíla eiga að vera á íslensku og mikilvægt er að leigubílstjórar sem starfa hér á landi tali og skilji íslensku. Þetta kom fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins á Alþingi í gær.

Próf sem veita réttindi til aksturs leigubíla eiga að vera á íslensku og mikilvægt er að leigubílstjórar sem starfa hér á landi tali og skilji íslensku. Þetta kom fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins á Alþingi í gær.

Morgunblaðið fjallaði á síðasta ári ítarlega um að erlendir próftakar í leigubílaprófum hefðu svindlað á þeim með aðstoð utanaðkomandi aðila. Voru m.a. teknar myndir á síma af spurningum og fengu próftakar í framhaldinu send rétt svör við þeim.

Stóðust þeir síðan prófin með ágætiseinkunn margir hverjir, jafnvel þótt þeir töluðu ekki orð í íslensku, en bæði fór kennsla fram á íslensku sem og voru prófin á íslensku.

mbl.is