Vinkona Völu kemur reglulega í heimsókn til þess að fara í bað

Heimili | 1. maí 2025

Vinkona Völu kemur reglulega í heimsókn til þess að fara í bað

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur býr í Mosfellsdal ásamt Ásgeiri Ragnarssyni eiginmanni sínum og börnum þeirra. Þau féllu fyrir bjálkahúsi en Vala sagði frá því í þættinum Heimilislífi hvernig þau hjónin hefðu endað í sveitinni. Í húsinu eru nokkur baðherbergi og er eitt af aðalbaðherbergjunum mjög sérstakt því baðkarið er staðsett beint fyrir neðan þakgluggann á húsinu.  

Vinkona Völu kemur reglulega í heimsókn til þess að fara í bað

Heimili | 1. maí 2025

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur býr í Mosfellsdal ásamt Ásgeiri Ragnarssyni eiginmanni sínum og börnum þeirra. Þau féllu fyrir bjálkahúsi en Vala sagði frá því í þættinum Heimilislífi hvernig þau hjónin hefðu endað í sveitinni. Í húsinu eru nokkur baðherbergi og er eitt af aðalbaðherbergjunum mjög sérstakt því baðkarið er staðsett beint fyrir neðan þakgluggann á húsinu.  

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur býr í Mosfellsdal ásamt Ásgeiri Ragnarssyni eiginmanni sínum og börnum þeirra. Þau féllu fyrir bjálkahúsi en Vala sagði frá því í þættinum Heimilislífi hvernig þau hjónin hefðu endað í sveitinni. Í húsinu eru nokkur baðherbergi og er eitt af aðalbaðherbergjunum mjög sérstakt því baðkarið er staðsett beint fyrir neðan þakgluggann á húsinu.  

Af hverju er baðkarið nákvæmlega hérna?

„Við fengum þetta baðkar í Þýskalandi og okkur fannst mikilvægt að hafa það beint undir þakglugganum svo við gætum legið hér og horft á stjörnurnar og norðurljósin. Og á alla þessa fegurð sem himinninn skartar,“ segir Vala. 

Maður er að missa af lífinu að hafa ekki legið í baðkari með útsýni upp í himinhvolfið?

„Já, nákvæmlega. Að horfa á stjörnurnar dansa. Ég á meira að segja vinkonu sem kemur hingað reglulega bara til að fara í bað,“ segir Vala. 

mbl.is