Harry segir Bretakonung neita að tala við sig

Kóngafólk | 2. maí 2025

Harry segir Bretakonung neita að tala við sig

Harry Bretaprins segir Karl III Breta­kon­ung­ur neita að eiga í samskiptum við sig. Hann kveðst þó ólmur vilja ná sáttum við konungsfjölskylduna.

Harry segir Bretakonung neita að tala við sig

Kóngafólk | 2. maí 2025

Harry hefur í gegnum tíðina gagnrýnt fjölskyldu sína, rétt eins …
Harry hefur í gegnum tíðina gagnrýnt fjölskyldu sína, rétt eins og eiginkona hans Meghan Markle. Samsett mynd

Harry Bretaprins segir Karl III Breta­kon­ung­ur neita að eiga í samskiptum við sig. Hann kveðst þó ólmur vilja ná sáttum við konungsfjölskylduna.

Harry Bretaprins segir Karl III Breta­kon­ung­ur neita að eiga í samskiptum við sig. Hann kveðst þó ólmur vilja ná sáttum við konungsfjölskylduna.

Harry höfðaði mál vegna ákvörðun breskra stjórn­valda um að draga úr ör­ygg­is­gæslu fyr­ir hann þegar hann ferðast til Bret­lands. Í gær var kveðinn upp dómur og laut prinsinn í lægra haldi.

Í kjöl­far aðskilnaðar Harrys frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni árið 2020 og flutn­inga hans með fjöl­skyldu sinni til Banda­ríkj­anna gáfu yf­ir­völd það út að hann nyti ekki leng­ur sömu vernd­ar þegar hann dveldi í Bretlandi þar sem hann væri ekki að sinna opinberum embættisverkum.

Veit ekki hversu mikið Karl á eftir ólifað

Í dag mætti hann í viðtal hjá Breska ríkisútvarpinu þar sem hann greindi frá því að Karl vildi ekki eiga í samskiptum við sig vegna málsins sem og vegna þess að Harry gaf út bók þar sem hann gagnrýndi eigin fjölskyldu harðlega.

„Auðvitað munu sumir fjölskyldumeðlimir mínir aldrei fyrirgefa mér fyrir að skrifa bók. Auðvitað munu þeir aldrei fyrirgefa mér fyrir margt. En ég myndi elska að ná sáttum,“ sagði hann.

Harry sagði við BBC að hann vildi ekki fleiri lagalegar deilur, sem bendir til þess að hann muni ekki leita með málið til Hæstaréttar.

„Lífið er dýrmætt. Ég veit ekki hversu langan tíma faðir minn á eftir. Hann vill ekki tala við mig vegna öryggismálsins,“ sagði Harry.

„Eyðilagður“ yfir úrskurðinum

Karl greindist með ótilgreint krabbamein í febrúar 2024 og hefur verið í krabbameinsmeðferð síðan.

Prinsinn sagðist vera „ónýtur“ yfir niðurstöðu dómsins og sagði ómögulegt fyrir sig að fara aftur til Bretlands með fjölskyldu sína á öruggan hátt.

Í svari við úrskurði dómstólsins sagði talsmaður konungsfjölskyldunnar: „Öll þessi mál hafa verið skoðuð ítrekað og vandlega af dómstólum, með sömu niðurstöðu í hvert skipti.“

mbl.is