Margverðlaunaður stjarneðlisfræðingur mætir á Eve Fanfest

Hverjir voru hvar | 2. maí 2025

Margverðlaunaður stjarneðlisfræðingur mætir á Eve Fanfest

Eve Fanfest-hátíðin fer fram í Hörpu og víðsvegar um höfuðborgina dagana 1.-3. maí. Tölvuleikjaspilarar, fjölmiðlar og samstarfsaðilar CCP hafa streymt til landsins víða að úr heiminum og nokkuð víst að þeir muni auka fjölbreytni mannflórunnar í borginni. Búist er við allt að 2.000 manns í kringum hátíðina.

Margverðlaunaður stjarneðlisfræðingur mætir á Eve Fanfest

Hverjir voru hvar | 2. maí 2025

Hilmar Veigar Pétursson stofnandi CCP í góðum hópi.
Hilmar Veigar Pétursson stofnandi CCP í góðum hópi. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Eve Fanfest-hátíðin fer fram í Hörpu og víðsvegar um höfuðborgina dagana 1.-3. maí. Tölvuleikjaspilarar, fjölmiðlar og samstarfsaðilar CCP hafa streymt til landsins víða að úr heiminum og nokkuð víst að þeir muni auka fjölbreytni mannflórunnar í borginni. Búist er við allt að 2.000 manns í kringum hátíðina.

Eve Fanfest-hátíðin fer fram í Hörpu og víðsvegar um höfuðborgina dagana 1.-3. maí. Tölvuleikjaspilarar, fjölmiðlar og samstarfsaðilar CCP hafa streymt til landsins víða að úr heiminum og nokkuð víst að þeir muni auka fjölbreytni mannflórunnar í borginni. Búist er við allt að 2.000 manns í kringum hátíðina.

Hátíðin, sem fyrst var haldin árið 2004, er á vegum CCP og er sannkallaður „þjóðfundur“ líkt og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Síðan EVE Online-leikurinn var framleiddur hafa rúmlega 60 milljónir manna spilað hann, ásamt öðrum tölvuleikjum sem gerast í Eve-heiminum.

Dagskráin er ansi fjölbreytt og hófst í gær en hingað til lands eru komnir m.a. Dr. Ronald Turner frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, sem spilað hefur EVE Online í fjölda ára, og margverðlaunaði stjarneðlisfræðingurinn og rithöfundurinn Dr. Becky Smethurst, sem báðir fara með áhugaverð erindi í Hörpu í dag.

Hápunktur hátíðarinnar er eflaust Party at the Top of the World í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem hljómsveitin FM Belfast mun leika ásamt fleirum.

Opnunardagur hátíðarinnar var í Hörpu í gær og setningarathöfnin fer …
Opnunardagur hátíðarinnar var í Hörpu í gær og setningarathöfnin fer fram í dag. Dagskráin er ansi spennandi. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Gestir flykktust í Hörpu í gær til að vera við …
Gestir flykktust í Hörpu í gær til að vera við opnun hátíðarinnar. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Gestir munu eflaust setja svip á höfuðborgina nú um helgina …
Gestir munu eflaust setja svip á höfuðborgina nú um helgina en margar hliðarhátíðir Eve Fanfest eru haldnar víðs vegar um Reykjavík. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Gestir hátíðarinnar, samstarfsaðilar CCP og blaðamenn koma frá um 50 …
Gestir hátíðarinnar, samstarfsaðilar CCP og blaðamenn koma frá um 50 löndum úr heiminum. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Hilmar Veigar Pétursson ræðir við gesti.
Hilmar Veigar Pétursson ræðir við gesti. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Á hátíðinni eru kynntar ýmsar nýjungar í vöruþróun CCP og …
Á hátíðinni eru kynntar ýmsar nýjungar í vöruþróun CCP og hægt er að spila prufuútgáfur af væntanlegum titlum fyrirtækisins, líkt og segir í tilkynningu. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Gestir geta gætt sér á veitingum, m.a. Fanfest x Lady …
Gestir geta gætt sér á veitingum, m.a. Fanfest x Lady Brew-bjórnum sem framleiddur er fyrir hátíðina. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Margt um manninn á viðburðum tengdum hátíðinni.
Margt um manninn á viðburðum tengdum hátíðinni. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Kátt á hjalla.
Kátt á hjalla. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
mbl.is