Narsissískar konur nota helst lyndistákn

Samskipti kynjanna | 2. maí 2025

Narsissískar konur nota helst lyndistákn

Í nýrri rannsókn voru skoðuð tengsl á milli notkunar lyndistákna (e. emojis) og persónuleika einstaklinga og leiddu niðurstöður í ljós að narsissistar nota lyndistáknin grimmt í samskiptum.

Narsissískar konur nota helst lyndistákn

Samskipti kynjanna | 2. maí 2025

Lyndistáknin eru sögð þjóna samskiptastefnu narsissistans, þ.e. er varðar sjálfskynningu …
Lyndistáknin eru sögð þjóna samskiptastefnu narsissistans, þ.e. er varðar sjálfskynningu og áhrifastjórnun. Stephanie Morales/Unsplash

Í nýrri rannsókn voru skoðuð tengsl á milli notkunar lyndistákna (e. emojis) og persónuleika einstaklinga og leiddu niðurstöður í ljós að narsissistar nota lyndistáknin grimmt í samskiptum.

Í nýrri rannsókn voru skoðuð tengsl á milli notkunar lyndistákna (e. emojis) og persónuleika einstaklinga og leiddu niðurstöður í ljós að narsissistar nota lyndistáknin grimmt í samskiptum.

Það er afar vinsælt og vinalegt að nota svokölluð lyndistákn á samfélagsmiðlum, hins vegar er stór munur á hve mikið notendur spreða af táknum í samskiptum sínum við aðra. Sumir nota einstaka broskarla á meðan aðrir enda nánast hverja setningu á fjölda tákna.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nota konur lyndistákn meira en karlar fyrir utan hve mikill munur er á notkun táknanna eftir persónuleika fólks.

Konur eru miklu gjarnari á að nota lyndistákn heldur en …
Konur eru miklu gjarnari á að nota lyndistákn heldur en karlmenn. Maria Kovalets/Unsplash

Narsissískar konur nota táknin mest

Vísindatímaritið Current Psychology birti nýverið niðurstöður úr rannsókninni sem sýna þennan mun á milli kynja og persónuleika þegar kemur að notkun táknanna.

Rannsóknarteymið var undir forystu Sheliu M. Kennison frá Oklahoma Sate-háskólanum og náði til 285 nemenda í grunnnámi við skólann.

Teymið mat mismunandi persónuleika þátttakenda en flokkunin var eftirfarandi; hinir fimm stóru (hreinskilni, inn- og úthverfa, vingjarnleiki, samviskusemi og kvíði), myrka þrískiptingin (narsissismi, sjúkleg stjórnsemi og siðblinda) og tilfinningaleitandi einstaklingar.

Ein áhugaverðasta niðurstaða rannsóknarinnar er varðandi myrku þrískiptinguna en hún sýnir að mikil notkun lyndistákna er tengd narsissískum persónuleika bæði kvenna og karla og þá eru narsissískar konur þær sem nota mest þessi tákn í samskiptum.

Það eru ekkert endilega tengsl á milli fjölda broskalla í …
Það eru ekkert endilega tengsl á milli fjölda broskalla í samskiptum og góðs persónuleika. Það er miklu heldur andstæðan. Domingo Alvarez E/Unsplash

Hvað karlmennina varðar eru þeir sem eru sjúklega stjórnsamir líklegri til að nota meira af lyndistáknum en einnig þeir sem eru mjög kvíðnir.

Mest sláandi niðurstaðan voru tengslin á milli notkunar lyndistákna og narsissisma, sérstaklega hjá konum. Vísindamennirnir velta fyrir sér mögulegri skýringu á þessum tengslum og segja notkun táknanna geta verið hluti af samskiptamiðaðri stefnu narsissistans sem hverfist um sjálfskynningu og áhrifastjórnun, eitthvað sem er týpískt fyrir narsissista.

Psychology Today

mbl.is