Russel Brand kom fyrir dóm

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Russel Brand kom fyrir dóm

Enski grínistinn og gamanleikarinn Russell Brand kom fyrir dóm í Lundúnum í dag.

Russel Brand kom fyrir dóm

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Russell Brand var umkringdur ljósmyndurum er hann mætti fyrir dóm …
Russell Brand var umkringdur ljósmyndurum er hann mætti fyrir dóm í Lundúnum í dag. LjósmyndAFP

Enski grínistinn og gamanleikarinn Russell Brand kom fyrir dóm í Lundúnum í dag.

Enski grínistinn og gamanleikarinn Russell Brand kom fyrir dóm í Lundúnum í dag.

Brand, 49 ára, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn konum, en meint afbrot eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 til 2005 og varða fjórar konur.

Málið vakti fyrst athygli fyrir rétt tæpum tveimur árum þegar ensku fréttamiðlarnir Sunday Times, The Times og Channel 4 greindu frá alvarlegum ásökunum á hendur leikaranum.

Dómstóll í Westminster féllst á að Brand fengi að vera laus gegn tryggingu á meðan á réttarhöldunum stendur.

Leikarinn, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í bandarísku grínmyndinni Forgetting Sarah Marshall, mætir aftur fyrir dóm þann 30. maí næstkomandi.

Russell Brand mætir aftur fyrir dóm þann 30. maí.
Russell Brand mætir aftur fyrir dóm þann 30. maí. Ljósmynd/AFP
mbl.is