Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson fögnuðu 37 ára brúðkaupsafmæli sínu í fyrradag, miðvikudaginn 30. apríl.

Yfir sig ástfangin eftir 37 ára hjónaband

Poppkúltúr | 2. maí 2025

Eitt af flottustu pörum í Hollywood.
Eitt af flottustu pörum í Hollywood. Samsett mynd

Leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson fögnuðu 37 ára brúðkaupsafmæli sínu í fyrradag, miðvikudaginn 30. apríl.

Leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson fögnuðu 37 ára brúðkaupsafmæli sínu í fyrradag, miðvikudaginn 30. apríl.

Hanks og Wilson deildu fallegum færslum á Instagram-síðum sínum í tilefni dagsins þar sem þau óskuðu hvort öðru til hamingju með áfangann.

Bæði deildu hjónin myndum sem sýnir þau njóta lífsins úti í náttúrunni.

Kynntust á tökusetti Bosom Buddies

Hanks og Wilson, bæði 68 ára, kynntust þegar Wilson fór með gestahlutverk í gamanþættinum Bosom Buddies árið 1981. Hanks fór með annað aðalhlutverkanna ásamt Peter Scolari.

Leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um 1986, tæpu ári eftir að þau endurnýjuðu kynnin á tökusetti kvikmyndarinnar Volunteers.

Hanks og Wilson gengu í hjónaband tæpum tveimur árum síðar, þann 30. apríl 1988, og eiga tvo syni, þá Chester og Truman.

Hanks á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi.

View this post on Instagram

A post shared by Tom Hanks (@tomhanks)

View this post on Instagram

A post shared by Rita Wilson (@ritawilson)




mbl.is