„Alltaf draumurinn að vera með eigin framleiðslu“

Hjólreiðar | 4. maí 2025

„Alltaf draumurinn að vera með eigin framleiðslu“

Á norðvesturströnd Bandaríkjanna í Washingtonríki búa hjónin Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez og hanna töskur og annan búnað fyrir hjólreiðafólk undir merkinu Loam equipment. Þau hafa bæði áratuga reynslu í hönnun á útivistarvörum fyrir mörg af stærri merkjum Bandaríkjanna en fóru nýlega af stað með eigið merki.

„Alltaf draumurinn að vera með eigin framleiðslu“

Hjólreiðar | 4. maí 2025

Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez hafa lengi starfað við …
Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez hafa lengi starfað við hönnun á útivistarvörum en framleiða nú undir eigin merki. Ljósmynd/Rakel og Alan

Á norðvesturströnd Bandaríkjanna í Washingtonríki búa hjónin Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez og hanna töskur og annan búnað fyrir hjólreiðafólk undir merkinu Loam equipment. Þau hafa bæði áratuga reynslu í hönnun á útivistarvörum fyrir mörg af stærri merkjum Bandaríkjanna en fóru nýlega af stað með eigið merki.

Á norðvesturströnd Bandaríkjanna í Washingtonríki búa hjónin Rakel Anna Bjarnason og Alan Martinez og hanna töskur og annan búnað fyrir hjólreiðafólk undir merkinu Loam equipment. Þau hafa bæði áratuga reynslu í hönnun á útivistarvörum fyrir mörg af stærri merkjum Bandaríkjanna en fóru nýlega af stað með eigið merki.

Það var svo fyrir tveimur árum að þau tóku þá stóru ákvörðun að demba sér alfarið út í þetta ævintýri sitt og ákváðu að stækka hönnunarstofuna til að mæta aukinni eftirspurn, en þau leggja mikla áherslu á sérhönnun, bæði í stærð og lögun vörunnar, en ekki síður í útliti.

mbl.is