Eftirsótt raðhús í Fossvogi komið á sölu

Heimili | 4. maí 2025

Eftirsótt raðhús í Fossvogi komið á sölu

Í Fossvoginum er að finna götu neðarlega í hverfinu sem heitir Goðaland. Gatan hefur að geyma raðhús sem búa yfir töluverðri sérstöðu því þau eru á einni hæð sum hver, sem er óvenjulegt. Flest raðhús í hverfinu eru á pöllum en hverfið er byggt að sænskri fyrirmynd. 

Eftirsótt raðhús í Fossvogi komið á sölu

Heimili | 4. maí 2025

Við Goðaland í Fossvogi er að finna einstakt raðhús á …
Við Goðaland í Fossvogi er að finna einstakt raðhús á einni hæð.

Í Fossvoginum er að finna götu neðarlega í hverfinu sem heitir Goðaland. Gatan hefur að geyma raðhús sem búa yfir töluverðri sérstöðu því þau eru á einni hæð sum hver, sem er óvenjulegt. Flest raðhús í hverfinu eru á pöllum en hverfið er byggt að sænskri fyrirmynd. 

Í Fossvoginum er að finna götu neðarlega í hverfinu sem heitir Goðaland. Gatan hefur að geyma raðhús sem búa yfir töluverðri sérstöðu því þau eru á einni hæð sum hver, sem er óvenjulegt. Flest raðhús í hverfinu eru á pöllum en hverfið er byggt að sænskri fyrirmynd. 

Nú er eitt slíkt hús komið á sölu en það er 200 fm að stærð og var reist 1969. Húsið er teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni arkitekt. Bílskúr fylgir húsinu en hann er í bílskúralengju, ekki áfastur við húsið. 

Húsið er á skjólgóðum stað og er stór garður sunnanmegin við húsið. Hann er með timburverönd og hellulögðum stígum og skjólveggjum sem gera garðinn eftirsóknarverðan. 

„Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, borðstofu, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi (skv. teikningu eru herbergin fimm og er auðvelt að bæta við auka herbergjum),“ segir í fasteignaauglýsingu. 

Ásett verð er 179.400.000 kr.

 
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Goðaland 19

mbl.is