Knattspyrnustjarnan David Beckham hélt upp á 50 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið. Afmælið var haldið á veitingastaðnum Core í Lundúnum. Á meðal gesta var auðmaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi.
Knattspyrnustjarnan David Beckham hélt upp á 50 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið. Afmælið var haldið á veitingastaðnum Core í Lundúnum. Á meðal gesta var auðmaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi.
Knattspyrnustjarnan David Beckham hélt upp á 50 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið. Afmælið var haldið á veitingastaðnum Core í Lundúnum. Á meðal gesta var auðmaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi.
Á samfélagsmiðlum hjónanna hafa nú birst myndir úr afmælinu, þar á meðal ein af hinum íslenska Björgólfi Thor sem landsmenn þekkja vel.
Björgólfur og Kristín kynntust Beckham-hjónunum í gegnum börn sín og hafa ræktað vinskapinn síðan. Bæði hérlendis og erlendis. Beckham hefur til dæmis farið með Björgólfi í veiðiferðir hérlendis þar sem þeir félagar hafa veitt laxa í dýrum laxveiðiám.
Af myndunum að dæma skemmtu mennirnir sér vel en breska pressan greindi frá því að lögreglan hefði verið kölluð til vegna hávaða á veitingastaðnum Core sem er á 92 Kensington Park Road.