Hin 18 ára gamla Dannielynn Birkhead heiðraði minningu móður sinnar, leikkonunnar og fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, með því að klæðast kjól af henni á Kentucky Derby-veðreiðarnar nú á dögunum.
Hin 18 ára gamla Dannielynn Birkhead heiðraði minningu móður sinnar, leikkonunnar og fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, með því að klæðast kjól af henni á Kentucky Derby-veðreiðarnar nú á dögunum.
Hin 18 ára gamla Dannielynn Birkhead heiðraði minningu móður sinnar, leikkonunnar og fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, með því að klæðast kjól af henni á Kentucky Derby-veðreiðarnar nú á dögunum.
Smith klæddist kjólnum, sem er svartur síðkjóll með klauf, á sama viðburð fyrir 21 ári síðan, eða árið 2004.
Dannielynn, sem mætti ásamt föður sínum, Larry Birkhead, á galaviðburð nú um liðna helgi, vakti, eins og við mátti búast, mikla athygli í kjólnum, enda mjög lík móður sinni.
Larry deildi fallegri myndaseríu af dóttur sinni í kjólnum á Instagram-síðu sinni sem hátt í 53 þúsund manns hafa þegar lækað við.
Smith, sem öðlaðist frægð árið 1994 þegar hún giftist hinum 89 ára gamla viðskiptamanni, J. Howard Marshall, lést árið 2007, aðeins örfáum mánuðum eftir að Dannielynn kom í heiminn.
Hún var 39 ára gömul.