Hvað má búast við að sjá á Met Gala?

Fatastíllinn | 5. maí 2025

Hvað má búast við að sjá á Met Gala?

Einn stærsti og virtasti tískuviðburður í heimi fer fram í kvöld. Þetta er Met Gala-hátíðin sem fer fram á Metropolitan-safninu í New York. Hátískuviðburðurinn er fjáröflun fyrir búningadeild safnsins og þangað mæta stærstu stjörnurnar í stórkostlegum klæðnaði.

Hvað má búast við að sjá á Met Gala?

Fatastíllinn | 5. maí 2025

Það verður spennandi að sjá hvort Rihanna mæti í kvöld …
Það verður spennandi að sjá hvort Rihanna mæti í kvöld ásamt sínum heittelskaða. Mike Coppola/AFP

Einn stærsti og virtasti tískuviðburður í heimi fer fram í kvöld. Þetta er Met Gala-hátíðin sem fer fram á Metropolitan-safninu í New York. Hátískuviðburðurinn er fjáröflun fyrir búningadeild safnsins og þangað mæta stærstu stjörnurnar í stórkostlegum klæðnaði.

Einn stærsti og virtasti tískuviðburður í heimi fer fram í kvöld. Þetta er Met Gala-hátíðin sem fer fram á Metropolitan-safninu í New York. Hátískuviðburðurinn er fjáröflun fyrir búningadeild safnsins og þangað mæta stærstu stjörnurnar í stórkostlegum klæðnaði.

Þema hátíðarinnar í ár er Superfine: Tailoring Black Style. Með því er verið að heiðra klæðaburð svartra karlmanna í gegnum tíðina. Það er sjaldgæft að klæðnaður karlmanna sé hafður í öndvegi fyrir þennan viðburð en einnig í fyrsta skiptið sem kynþætti er gert hátt undir höfði í sambandi við tísku.

Þann 10. maí opnar svo sýningin Superfine: Tailoring Black Style á safninu og stendur til 26. maí.

Hvar er hægt að horfa?

Fyrir þá sem ætla að vaka eftir skemmtuninni og horfa á rauða dregilinn geta horft á hátíðina í beinni útsendingu á vefsíðu ameríska Vogue. 

Hvaða fatnað má búast við að sjá?

Það má búast við að sjá klæðskerasniðin föt með áherslu á stíl svartra karlmanna í gegnum tíðina. Það hefur einnig sýnt sig að hönnuðir fara frjálslega með þemað í hvert skipti og eru engin takmörk fyrir listrænni tjáningu. 

Kynnar hátíðarinnar þetta árið eru tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Pharrell Williams, leikarinn Colman Domingo, ökuþórinn Lewis Hamilton, rapparinn A$AP Rocky og ritstjóri Vogue Anna Wintour. Körfuboltastjarnan Lebron James er heiðursgestur.

Íslenska söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir verður á meðal gesta og það verður spennandi að sjá hvernig hún mun fara með þemað í ár.

mbl.is