Íslenskar konur virðast ansi spenntar yfir Íslandsheimsókn síleska leikarans Pedro Pascal ef marka má færslur sem birst hafa á hinum ýmsu Facebook-grúppum, þar á meðal Beauty tips!
Íslenskar konur virðast ansi spenntar yfir Íslandsheimsókn síleska leikarans Pedro Pascal ef marka má færslur sem birst hafa á hinum ýmsu Facebook-grúppum, þar á meðal Beauty tips!
Íslenskar konur virðast ansi spenntar yfir Íslandsheimsókn síleska leikarans Pedro Pascal ef marka má færslur sem birst hafa á hinum ýmsu Facebook-grúppum, þar á meðal Beauty tips!
Þó nokkrar konur hafa deilt færslum, flestum nafnlausum, og forvitnast um hvort einhver viti hvar leikarinn sé niðurkominn nákvæmlega núna, enda ekki amalegt að fá mynd af sér með einum heitasta leikara Hollywood um þessar mundir.
Pascal stoppaði stutt á klakanum en hann er sagður hafa flogið frá Íslandi til New York í gærkvöldi.
Líklegt þykir að leikarinn muni ganga rauða dregilinn á Met Gala-viðburðinum sem fram fer í kvöld.
Pascal, einna þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttaröðum á borð við Game of Thrones, Narcos, The Mandalorian og The Last of Us, var myndaður að njóta hádegisverðar á Kaffihúsi Vesturbæjar um hádegisbilið í gær og varð fljótt uppi fótur og fit, en aðdáendur hans flykktust margir hverjir í Vesturbæinn til að reyna að ná í skottið á honum.