Laddi með glænýjan sumarsmell

Tónlist | 5. maí 2025

Laddi með glænýjan sumarsmell

Hinn eini sanni Laddi hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Hljómsveit mannanna. Lagið heitir 19 gráður og er óður til sumarsins og þess sem vænta má á næstu vikum.

Laddi með glænýjan sumarsmell

Tónlist | 5. maí 2025

Laddi ásamt Hljómsveit mannanna.
Laddi ásamt Hljómsveit mannanna. Ljósmynd/Aðsend

Hinn eini sanni Laddi hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Hljómsveit mannanna. Lagið heitir 19 gráður og er óður til sumarsins og þess sem vænta má á næstu vikum.

Hinn eini sanni Laddi hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Hljómsveit mannanna. Lagið heitir 19 gráður og er óður til sumarsins og þess sem vænta má á næstu vikum.

Laddi og Hljómsveit mannanna hafa ferðast um landið undanfarin tvö ár og leikið á tónleikum bestu lög Ladda ásamt því að hafa gefið út tvö lög, en 19 gráður er það þriðja sem hópurinn gerir saman.

Áður hafa komið út lagið Tíminn og endurgerð á laginu Mamma.

Laddi, sem heitir réttu nafni Þórhallur Sigurðsson, er nú á fullu við að kitla hláturtaugar leikhúsgesta Borgarleikhússins í sýningunni Þetta er Laddi, en Hljómsveit mannanna er í startholunum og bíður þess að túra með Ladda á ný þegar glufur myndast.

Það er að minnsta kosti ljóst að Laddi er hvergi nærri hættur í tónlistinni en lagabálkur hans telur fleiri hundruð laga og eru mörg hver gríðarlega vinsæl.

 

mbl.is