Þingmaður Samfylkingarinnar telur að skoða þurfi hvort setja eigi einhvers konar vinnsluskyldu- eða útflutningsálag á sjávarútvegsfyrirtæki sem kunna að grípa til hagræðingaraðgerða í landvinnslu vegna aukinna veiðigjalda.
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að skoða þurfi hvort setja eigi einhvers konar vinnsluskyldu- eða útflutningsálag á sjávarútvegsfyrirtæki sem kunna að grípa til hagræðingaraðgerða í landvinnslu vegna aukinna veiðigjalda.
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að skoða þurfi hvort setja eigi einhvers konar vinnsluskyldu- eða útflutningsálag á sjávarútvegsfyrirtæki sem kunna að grípa til hagræðingaraðgerða í landvinnslu vegna aukinna veiðigjalda.
Eydís Ásbjörnsdóttir, sjötti þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Samfylkingu, lét þessi orð falla í 1. umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á Alþingi í kvöld.
Sagði Eydís mikilvægt að segja það upphátt að fyrirtækin þurfi ekki að gera neitt til að skaða sveitarfélög vegna leiðréttingar veiðigjalda. Ef þau geri það sé það vegna þess að þau velji að gera það til að undirbyggja áróður sinn.
„Ef það gerist þyrfti að skoða vandlega kosti og galla þess að setja einhvers konar vinnsluskyldu eða útflutningsálag.“
Sagði Eydís að ef fyrirtæki væru í rauninni að leggja niður vinnslu, störf eða rekstur á forsendum leiðréttingar veiðigjalda hafi ráðherra málaflokksins heimild til að skoða kosti og galla þess að setja á slíka vinnsluskyldu eða útflutningsálag.