Sean „Diddy“ Combs hefur átt farsælan feril sem frumkvöðull á sviði hipphopptónlistar en nú hefur ferill hans litast af fjölda ásakana um ofbeldi. Combs hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarna mánuði en var leiddur í dómssal í New York í dag þegar réttarhöldin hófust. Opnunarræður lögfræðinga og vitnaleiðslur hefjast að öllum líkindum í næstu viku.
Sean „Diddy“ Combs hefur átt farsælan feril sem frumkvöðull á sviði hipphopptónlistar en nú hefur ferill hans litast af fjölda ásakana um ofbeldi. Combs hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarna mánuði en var leiddur í dómssal í New York í dag þegar réttarhöldin hófust. Opnunarræður lögfræðinga og vitnaleiðslur hefjast að öllum líkindum í næstu viku.
Sean „Diddy“ Combs hefur átt farsælan feril sem frumkvöðull á sviði hipphopptónlistar en nú hefur ferill hans litast af fjölda ásakana um ofbeldi. Combs hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarna mánuði en var leiddur í dómssal í New York í dag þegar réttarhöldin hófust. Opnunarræður lögfræðinga og vitnaleiðslur hefjast að öllum líkindum í næstu viku.
Val í kviðdóm stendur nú yfir og getur tekið nokkra daga. Fyrir liggur 17 blaðsíðna ákæruskjal, sem er sagt í svipaðri lengd og skjal sem lagt var fram á hendur mafíuleiðtoga sem var sakaður um að taka þátt í kynlífsmansali og að stýra fjársvikum.
Í ákærunni segir að Combs hafi, með aðstoð fylgdarliðs og starfsmanna fyrirtækja sem hann rak, tekið þátt í ofbeldisfullri hegðun gegn konum og öðrum, sem spannar tveggja áratuga tímabil.
Konur voru blekktar til að taka þátt í kynlífsathöfnum með vændismönnum sem Combs kallaði „fáráðlinga“, samkvæmt saksóknurum. Allt með loforðum um að koma þeim á framfæri innan skemmtanabransans, eða koma í veg fyrir að þær næðu langt ef þær neituðu þátttöku í athöfnunum.
Þær sem neituðu þátttöku eiga að hafa þolað barsmíðar og annars konar ofbeldi af hendi Combs og félaga og á einum stað í ákærunni segir að hann hafi látið konu hanga fram af svölum.
Combs og lögfræðingar halda fram sakleysi hans og segja að allar athafnir hafi farið fram með samþykki þeirra sem tóku þátt í þeim.
Búist er við að réttarhöldin taki um átta vikur.