Deilt um veiðigjöldin fram á kvöld

Veiðigjöld | 6. maí 2025

Deilt um veiðigjöldin fram á kvöld

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi. Hún byggir á innleiðingu reikniaðferðar á verðmæti sjávarafurða, sem lagt er til grundvallar veiðigjöldunum, en talið er að með því tvöfaldist veiðigjaldið.

Deilt um veiðigjöldin fram á kvöld

Veiðigjöld | 6. maí 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingar á …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi í gærdag, en 1. umræða stóð fram á kvöld. mbl.is/Eggert

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi. Hún byggir á innleiðingu reikniaðferðar á verðmæti sjávarafurða, sem lagt er til grundvallar veiðigjöldunum, en talið er að með því tvöfaldist veiðigjaldið.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi. Hún byggir á innleiðingu reikniaðferðar á verðmæti sjávarafurða, sem lagt er til grundvallar veiðigjöldunum, en talið er að með því tvöfaldist veiðigjaldið.

Með þessari aðferð segir atvinnuvegaráðherra að komast megi að raunverulegu verðmæti aflans, veiðigjöldin því sanngjarnari en fyrr og sú „leiðrétting“ tímabær.

Stjórnarliðar sögðu ýmist að í frumvarpinu fælust sáralitlar breytingar eða að með því yrði útgerðarauðvaldinu skákað svo um munaði. Einn þeirra sagði koma til greina að beita sjávarútvegsfyrirtæki refsiaðgerðum ef þau gripu til hagræðingar vegna hækkunar veiðigjalda.

mbl.is