Það hefur gustað af Donald Trump síðan hann tók við embætti sem 47. forseti Bandaríkjanna í janúar í byrjun þessa árs. Í fyrradag var sett inn mynd af honum á opinbera Instagram-síðu Hvíta hússins þar sem hann á eflaust að vera Anakin Skywalker úr kvikmyndunum um Stjörnustríð, eða Star Wars.
Það hefur gustað af Donald Trump síðan hann tók við embætti sem 47. forseti Bandaríkjanna í janúar í byrjun þessa árs. Í fyrradag var sett inn mynd af honum á opinbera Instagram-síðu Hvíta hússins þar sem hann á eflaust að vera Anakin Skywalker úr kvikmyndunum um Stjörnustríð, eða Star Wars.
Það hefur gustað af Donald Trump síðan hann tók við embætti sem 47. forseti Bandaríkjanna í janúar í byrjun þessa árs. Í fyrradag var sett inn mynd af honum á opinbera Instagram-síðu Hvíta hússins þar sem hann á eflaust að vera Anakin Skywalker úr kvikmyndunum um Stjörnustríð, eða Star Wars.
Anakin Skywalker var í upphafi góður, hann var hluti af Jedi-riddurum og sá útvaldi. Hann hlaut viðurnefnið „óttalausa hetjan“ vegna afreka sinna í klónastríðunum. Hins vegar varð það hans annað sjálf, Svarthöfði eða Darth Vader, sem varð til þess að hann sneri sér að myrku hlið kraftsins og hét Sith-lávarðinum Darth Sidious hollustu sína í lok lýðveldistímabilsins.
Á myndinni, sem er mikið unnin, heldur Trump á rauðu geislasverði sem er tákn um að vera á vondu hliðinni eða „the Dark Side“ og spurning um hvort það eigi að undirstrika ákvarðanatökur forsetans undanfarin misseri.
Svo má ekki gleyma að rauður er vissulega litur repúblikana en blár er litur demókrata. Í stjörnustríðsmyndunum tákna bláu geislasverðin lit þeirra góðu.
Athugasemdir fylgjenda Hvíta hússins láta ekki á sér standa þar sem fólk segir þetta lágkúru og að rauða ljósið tákni þá vondu. Einn netverji spyr: „Eru allir á krakki í Hvíta húsinu?“