Ísland öruggast fyrir þá sem ferðast einir

Ferðaráð | 6. maí 2025

Ísland öruggast fyrir þá sem ferðast einir

Það getur verið þægilegt að ferðast einn og þurfa ekki að fylgja dagskrá annarra eða taka tillit til hópsins, svona byrjar grein á Daily Motivation News.

Ísland öruggast fyrir þá sem ferðast einir

Ferðaráð | 6. maí 2025

Samkvæmt Global Peace Index er minnst um ofbeldisglæpi á Íslandi.
Samkvæmt Global Peace Index er minnst um ofbeldisglæpi á Íslandi. Samsett mynd/Andrey Andreyev/NEOM

Það getur verið þægilegt að ferðast einn og þurfa ekki að fylgja dagskrá annarra eða taka tillit til hópsins, svona byrjar grein á Daily Motivation News.

Það getur verið þægilegt að ferðast einn og þurfa ekki að fylgja dagskrá annarra eða taka tillit til hópsins, svona byrjar grein á Daily Motivation News.

Hins vegar er eitt atriði sem sá er ferðast einn spyr sig frekar en þeir sem ferðast í hóp: „Hversu örugg/ur verð ég ef ég ferðast á eigin spýtur?“

Í sömu grein eru tólf lönd tilgreind í röð eftir því hve örugg þau eru talin vera. 

Ísland trónir þar á toppnum en í sautján ár hefur það verið í fyrsta sæti alþjóðafriðarvísitölunnar (e. Global Peace Index), með lægstu tíðni á heimsvísu yfir ofbeldisfulla glæpi.

Þessir kappar eru t.d. ekki mjög hættulegir.
Þessir kappar eru t.d. ekki mjög hættulegir. redcharlie/Unsplash

Þá segir í greininni að fyrir utan að Ísland skarti landslagi á við póstkortamyndir þá sé landið mjög öruggt fyrir ferðamenn sem ferðast einir.

Í öðru sæti er Danmörk og því þriðja Slóvenía.

Á eftir koma (öruggari löndin fyrst og minna örugg lönd aftast): Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Það er eflaust áhugavert að ekkert hinna norrænu landanna komist inn á listann.

DM News

mbl.is