Lík­leg­a 100-150 ár í að næsti hluti fari af stað

Lík­leg­a 100-150 ár í að næsti hluti Reykjanesskagans fari af stað

Líklegast er að það líði 100-150 ár þar til næsti hluti Reykjanesskagans fer virkilega af stað.

Lík­leg­a 100-150 ár í að næsti hluti Reykjanesskagans fari af stað

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. maí 2025

Magnús Tumi segir sprungurnar á og við Sundhnúkagígaröðina hafa myndast …
Magnús Tumi segir sprungurnar á og við Sundhnúkagígaröðina hafa myndast að mestu leyti fyrir um einu og hálfu ári síðan en atburðarásin nú sé að mörgu leyti hliðstæð Kröflueldum. Myndskeiðið sem fylgir fréttinni er frá YouTube-rás Iceland Explorer. Skjáskot/YouTube/Iceland Explorer

Líklegast er að það líði 100-150 ár þar til næsti hluti Reykjanesskagans fer virkilega af stað.

Líklegast er að það líði 100-150 ár þar til næsti hluti Reykjanesskagans fer virkilega af stað.

Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, í samtali við mbl.is.

Líkjast Kröflueldum

Sagan segir að framvindan verði þessi að sögn Magnúsar Tuma. Hann segir atburðina á Sundhnúkagígaröðinni mjög líka Kröflueldum (1975-1984).

Í Kröflueldum hafi miklar sprungur myndast og gliðnun inni í öskjunni upp á um 10 metra.

Sprungurnar á og við Sundhnúkagígaröðina hafi myndast að mestu leyti fyrir um einu og hálfu ári síðan en atburðarásin nú sé að mörgu leyti hliðstæð Kröflueldum.

Magnús segir gliðnun hafa orðið í Fagradalsfjallsgosunum upp á kannski tvo metra og svo séu kannski komnir um átta metrar núna.

Sprungurnar í Grindavík greinist svolítið í sundur. Um sé að ræða breitt svæði með sprungum þar sem aðalsprungan liggur undir íþróttahúsinu og á því svæði  og þar hafi töluvert brotnað upp.

Miðað við virkni síðustu nokkur þúsund ára segir hann gossprungurnar deyja út aðeins norðan við Grindavík, þær bara nái ekki lengra.

„Ef þú heldur áfram lendirðu í brauðbrettinu“

„Þarna er þetta komið dálitla vegalengd suður fyrir sjálf plötumótin. Þá er þetta eins og ef þú ert að skera brauð.

Það er auðvelt að skera brauðið en ef þú heldur áfram að saxa þá lendirðu í brauðbrettinu og hnífurinn fer ósköp lítið ofan í það. Þetta er svona svolítið þannig og hefur verið þannig í mörg þúsund ár.“

Segir hann að í Kröflueldum hafi reyndar verið miklu stærra svæði undir en það sem geri atburðina nú svo merkilega og mikla er raun ber vitni sé hvað þeir eru nálægt byggð – alveg við Grindavík.

„Ef þetta væri inni á hálendi myndum við bara hafa gaman að þessu og þetta væri ekki að valda neinum vandræðum að nokkru tagi,“ segir Magnús Tumi.

Langt tímabil með kyrrð

Margt fólk býr á Reykjanesskaganum og Grindavík hefur byggst upp þar sem um aldir hefur verið þar góð höfn og plássið mjög vel staðsett til að stunda fiskveiðar þar sem stutt sé út á miðin.

Magnús Tumi segir að nú séum við í stórum atburði, sem búin sé að vera síðustu árin.

„Svo er öll gliðnun komin sem má búast við að verði og eldvirknin fjarar út á þessum hluta plötunnar. Svo er líklegt að það komi langt tímabil með kyrrð.

Hann segir ekki hægt að útiloka að virknin færi sig á Reykjanestánna en það sé þó ekkert sem segi okkur að það muni gerast. Það sé ákveðinn möguleiki en líkurnar á honum ekki miklar.

Verðmætabjörgun án fordæma

„Þessi gosvirkni á skaganum stendur yfir í fjórar til sex aldir en langmestan hluta þess tíma er ekkert að gerast. Það koma bara tímabil eins og við erum í núna og milli þeirra og eftir að þeim lýkur eru einn eða tveir mannsaldrar þar til eitthvað gerist,“ segir Magnús Tumi.

Magnús Tumi segir að líklegast sleppi flest þó ekki sé hægt að fullyrða neitt enn sem komið er.

„Það verður að segjast að sú vinna sem hefur verið unnin með varnargarða og annað hefur skilað feykilega miklu og bjargað miklum verðmætum.

Það er eitthvað sem er rétt að nefna því þetta er án fordæma í veröldinni og vekur mikla athygli mjög víða,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson.

mbl.is