Nicole Kidman lét síða hárið fjúka

Poppkúltúr | 6. maí 2025

Nicole Kidman lét síða hárið fjúka

Ástralska verðlaunaleikkonan Nicole Kidman vakti ómælda athygli á rauða dregli Met Gala-hátíðarinnar á mánudagskvöldið.

Nicole Kidman lét síða hárið fjúka

Poppkúltúr | 6. maí 2025

Nicole Kidman var stórglæsileg til fara.
Nicole Kidman var stórglæsileg til fara. Ljósmynd/AFP

Ástralska verðlaunaleikkonan Nicole Kidman vakti ómælda athygli á rauða dregli Met Gala-hátíðarinnar á mánudagskvöldið.

Ástralska verðlaunaleikkonan Nicole Kidman vakti ómælda athygli á rauða dregli Met Gala-hátíðarinnar á mánudagskvöldið.

Kidman, sem er þekkt fyrir síða rauða lokka, lét hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.

Óskarsverðlaunaleikkonan, sem er hvað frægust fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Moulin Rouge, The Hours, Eyes Wide Shut og Practical Magic, frumsýndi nýja hárið er hún gekk upp tröpp­urn­ar sem liggja að Metropolit­an-safn­inu í New York-borg.

Tískugagnrýnendur gripu andann á lofti af undrun þegar Kidman mætti á svæðið og hafa fjölmargir hrósað leikkonunni í hástert fyrir breytinguna.

Kidman, 57 ára, var einkar glæsileg í svörtum kjól frá spænska tískuhúsinu Balenciaga.

Nýja klippingin vakti mikla athygli á dreglinum.
Nýja klippingin vakti mikla athygli á dreglinum. Ljósmynd/AFP
Nicole Kidman á Met Gala-hátíðinni.
Nicole Kidman á Met Gala-hátíðinni. Ljósmynd/Dia Dipasupil
mbl.is