Rihanna skartar óléttubumbu á Met Gala

Poppkúltúr | 6. maí 2025

Rihanna skartar óléttubumbu á Met Gala

Söngkonan Rihanna kom á óvart – ekki í fyrsta skipti – á Met Gala-viðburðinum í gær þegar hún skartaði ekki einungis töff klæðnaði frá hönnuðinum Marc Jacobs heldur einnig fallegri kúlu. Hún á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky, en fyrir eiga þau synina RZA, þriggja ára, og Riot, eins árs.

Rihanna skartar óléttubumbu á Met Gala

Poppkúltúr | 6. maí 2025

Söngkonan frá Barbados, Rihanna, mætir til Met Gala-viðburðarins á Metropolitan-listasafninu …
Söngkonan frá Barbados, Rihanna, mætir til Met Gala-viðburðarins á Metropolitan-listasafninu í New York með fallega óléttubumbu. Andrea RENAULT / AFP

Söngkonan Rihanna kom á óvart – ekki í fyrsta skipti – á Met Gala-viðburðinum í gær þegar hún skartaði ekki einungis töff klæðnaði frá hönnuðinum Marc Jacobs heldur einnig fallegri kúlu. Hún á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky, en fyrir eiga þau synina RZA, þriggja ára, og Riot, eins árs.

Söngkonan Rihanna kom á óvart – ekki í fyrsta skipti – á Met Gala-viðburðinum í gær þegar hún skartaði ekki einungis töff klæðnaði frá hönnuðinum Marc Jacobs heldur einnig fallegri kúlu. Hún á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky, en fyrir eiga þau synina RZA, þriggja ára, og Riot, eins árs.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rihanna mætir á stórviðburð með „óvænta“ óléttukúlu, en það var á Ofurskálinni 2023 þegar hún kom fram í hálfleik klædd rauðum hipphopp-fatnaði en þröngum topp svo kúlan sást greinilega. 

Rihanna í hálfleik Ofurskálarinnar 2023 en hún hefur greinilega gaman …
Rihanna í hálfleik Ofurskálarinnar 2023 en hún hefur greinilega gaman af að koma aðdáendum sínum á óvart. TIMOTHY A. CLARY / AFP

Met Gala-viðburðurinn fer fram á Metropolitan-listasafninu og þangað mæta allar helstu stjörnur Hollywood í sínu fínasta og oft framúrstefnulegasta pússi.

Viðburðurinn safnar peningum fyrir búningastofnun listasafnsins og í ár var þemað „sérsniðið fyrir þig“ í takt við sýningu búningastofnunarinnar Superfine: Tailoring Black Style, sem verður opnuð almenningi 10. maí. 

Page Six

mbl.is