Táraðist þegar hún sá Justin Bieber

Justin Bieber | 6. maí 2025

Táraðist þegar hún sá Justin Bieber

Ung íslensk stúlka fékk draum sinn uppfylltan þegar hún rakst á kanadísku poppstjörnuna Justin Bieber í Veganesti á Akureyri nú á dögunum.

Táraðist þegar hún sá Justin Bieber

Justin Bieber | 6. maí 2025

Dagbjört Lilja fékk mynd af sér með Justin Bieber.
Dagbjört Lilja fékk mynd af sér með Justin Bieber. Skjáskot/TikTok

Ung íslensk stúlka fékk draum sinn uppfylltan þegar hún rakst á kanadísku poppstjörnuna Justin Bieber í Veganesti á Akureyri nú á dögunum.

Ung íslensk stúlka fékk draum sinn uppfylltan þegar hún rakst á kanadísku poppstjörnuna Justin Bieber í Veganesti á Akureyri nú á dögunum.

Stúlkan, sem heitir Dagbjört Lilja, deildi myndskeiði af sér, með tárin í augunum, á TikTok-síðu sinni í gærdag.

Það er óhætt að segja að myndskeiðið hafi farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla, en hátt í 88 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið á síðastliðnum sólarhring og ótal margir ritað athugasemdir og lýst yfir öfund sinni.

„Besta ísbúðarferð hingað til,“ skrifar Dagbjört Lilja við myndskeiðið, sem endaði á að fá mynd af sér með Bieber.

Bieber flaug af landi brott á sunnudag eftir nokkurra daga dvöl.

Kanadíska poppstjarnan dvaldi á sveitasetrinu Deplar Farm í Fljótunum á Tröllaskaga og vann hörðum höndum að nýrri breiðskífu.

@dagbjortliljaaa besta isbuðarferð hingað til😍 #jb ♬ suara asli - lirikmusic
mbl.is