Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Fatastíllinn | 7. maí 2025

Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, var boðið til formlegs kvöldverðar í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi, á fyrsta degi þriggja daga ríkisheimsóknar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallíetturnar.

Halla treystir á pallíetturnar enn og aftur

Fatastíllinn | 7. maí 2025

Björn og Halla voru mætt í höllina prúðbúin og fín.
Björn og Halla voru mætt í höllina prúðbúin og fín. Clément Morin/Sænska konungshöllin

Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, var boðið til formlegs kvöldverðar í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi, á fyrsta degi þriggja daga ríkisheimsóknar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallíetturnar.

Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, var boðið til formlegs kvöldverðar í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi, á fyrsta degi þriggja daga ríkisheimsóknar til Svíþjóðar. Halla var söm við sig í klæðaburði og treysti á pallíetturnar.

Halla klæddist glæsilegum pallíettuskreyttum síðkjól í ljósum lit. Pallíetturnar voru aðallega ljósar að lit og silfraðar en einnig mátti sjá dökkgræna steina inn á milli. 

Halla hefur treyst á breska fatahönnuðinn Jenny Packham í síðustu heimsóknum bæði til Noregs og Danmerkur. Kjólarnir frá Packham eru mjög vinsælir á ýmsa galaviðburði hjá stærstu stjörnum heims. 

Halla Tómasdóttir ásamt Karli Gústaf Svíakonungi.
Halla Tómasdóttir ásamt Karli Gústaf Svíakonungi. Clément Morin/Sænska konungshöllin
mbl.is