„Ólíklegt að það dragi til tíðinda fyrr en í fyrsta lagi í haust“

„Ólíklegt að það dragi til tíðinda fyrr en í fyrsta lagi í haust“

„Við höldum áfram að sjá landris en það er að hægja á því og það er fátt sem bendir til þess að það sé að fara að gerast eitthvað þarna á næstunni.“

„Ólíklegt að það dragi til tíðinda fyrr en í fyrsta lagi í haust“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. maí 2025

Frá eldgosinu 1. apríl sem stóð yfir í rúmar sex …
Frá eldgosinu 1. apríl sem stóð yfir í rúmar sex klukkustundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höldum áfram að sjá landris en það er að hægja á því og það er fátt sem bendir til þess að það sé að fara að gerast eitthvað þarna á næstunni.“

„Við höldum áfram að sjá landris en það er að hægja á því og það er fátt sem bendir til þess að það sé að fara að gerast eitthvað þarna á næstunni.“

Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, við mbl.is spurður út í stöðuna við Sundhnúkagígaröðina.

Áttunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni frá því goshrinan þar hófst í desember 2023 stóð stutt yfir en það varði í rúmar sex klukkustundir þann 1. apríl síðastliðinn.

Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast og segir Benedikt að í því mati sé gert ráð fyrir að sambærilegt rúmmál af kviku þyrfti að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúkagígaröðinni áður en eitthvað gerist.

„Þetta hefur hagað sér þannig að það þarf að nálgast fyrri mörk áður en eitthvað fer í gang og miðað við fyrri hegðun þá er það líklegt að það muni halda áfram að gera það,“ segir hann.

Benedikt segir ólíklegt að það muni draga til tíðinda fyrr en í fyrsta lagi í haust.

„Það breytir því ekki að við erum ekkert minna undirbúin og gerum ráð fyrir að eitthvað geti gerst hvenær sem er en væntingarnar eru þær að það verði ekkert á næstunni,“ segir hann.

Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í gær að jarðskjálftavirkni mældist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hafi úr virkninni frá goslokum. Á síðustu tveimur vikum hafa mælst að meðaltali nokkrir tugir skjálfta á sólarhring.

mbl.is