Azealia Banks gagnrýndi líkamsástand Bebe Rexha

Poppkúltúr | 8. maí 2025

Azealia Banks gagnrýndi líkamsástand Bebe Rexha

Bandaríski rapparinn Azealia Banks gagnrýndi útlit, bæði líkamsástand og fataval, söngkonunnar Bebe Rexha í færslu á samfélagsmiðlasíðunni X.

Azealia Banks gagnrýndi líkamsástand Bebe Rexha

Poppkúltúr | 8. maí 2025

Azealia Banks og Bebe Rexha áttu í orðastríði á X.
Azealia Banks og Bebe Rexha áttu í orðastríði á X.

Bandaríski rapparinn Azealia Banks gagnrýndi útlit, bæði líkamsástand og fataval, söngkonunnar Bebe Rexha í færslu á samfélagsmiðlasíðunni X.

Bandaríski rapparinn Azealia Banks gagnrýndi útlit, bæði líkamsástand og fataval, söngkonunnar Bebe Rexha í færslu á samfélagsmiðlasíðunni X.

Rexha, 35 ára, var meðal gesta á Met Gala-hátíðinni sem fór fram í New York-borg á mánudagskvöldið.

Hún gekk rauða dregilinn, sem var að vísu blár á litinn, í svokölluðum „smóking“-síðkjól úr smiðju Christian Siriano, en kjóllinn sýndi vel íturvaxnar og kvenlegar línur söngkonunnar.

Banks, 33 ára, var ekki meðal gesta en fylgdist með úr fjarlægð og lét gamminn geisa á samfélagsmiðlum á meðan stærstu stjörnur Hollywood stilltu sér upp í sínu fínasta og framúrstefnulegasta pússi við tröppur Metropolitan-safnsins.

Bebe Rexha var stórglæsileg í hönnun frá Christian Siriano á …
Bebe Rexha var stórglæsileg í hönnun frá Christian Siriano á Met Gala-hátíðinni á mánudagskvöldið. Ljósmynd/AFP

Talaði með niðrandi hætti um Rexha

Banks talaði með niðrandi hætti um líkamsvöxt Rexha, sem glímir við PCOS eða fjölblöðruheilkenni og hefur verið mjög opinská um þær líkamlegu breytingar sem hafa átt sér stað frá greiningu, og smánaði hana í orðum, en rapparinn hvatti Rexha meðal annars til að hætta á hormónagetnaðarvörnum til að ná tökum á þyngdinni.

Rexha, sem hefur ávallt verið óhrædd við að svara fyrir sig, svaraði í sömu mynt en eyddi þó færslunni stuttu síðar.

Bebe Rexha svaraði Banks en eyddi færslunni stuttu seinna.
Bebe Rexha svaraði Banks en eyddi færslunni stuttu seinna. Skjáskot/X

Rexha birti svo aðra færslu þar sem hún sagðist vera komin með meira en nóg af skoðunum og athugasemdum annarra um líkama sinn.

Söngkonan viðurkenndi einnig að hafa misst fóstur.

„Ég er svo þreytt á því að fólk sé að gera athugasemdir við þyngdina mína. Ég er með fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum (PCOS) og á í erfiðleikum vegna ófrjósemi.

Ég varð ófrísk, en það gekk ekki upp og ég hef borið þann sársauka í hljóði. Ég skuldaði engum þennan sannleika, en kannski muntu nú hugsa þig tvisvar um áður en þú gerir athugasemdir við líkama annarra.”

Bebe Rexha er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu.
Bebe Rexha er ötul baráttukona fyrir líkamsvirðingu. Skjáskot/X

X-færsla Azealiu Banks:



mbl.is