Forsprakki 3 Doors Down með illvígt krabbamein

Poppkúltúr | 8. maí 2025

Forsprakki 3 Doors Down með illvígt krabbamein

Bandaríski tónlistarmaðurinn Brad Arnold, forsprakki hljómsveitarinnar 3 Doors Down, hefur greinst með krabbamein. Fannst krabbameinið er hann gekkst undir læknisskoðun eftir að hafa fundið fyrir slappleika í nokkrar vikur.

Forsprakki 3 Doors Down með illvígt krabbamein

Poppkúltúr | 8. maí 2025

Brad Arnold greindi frá tíðindunum í færslu á Instagram.
Brad Arnold greindi frá tíðindunum í færslu á Instagram. Skjáskot/Instagram

Bandaríski tónlistarmaðurinn Brad Arnold, forsprakki hljómsveitarinnar 3 Doors Down, hefur greinst með krabbamein. Fannst krabbameinið er hann gekkst undir læknisskoðun eftir að hafa fundið fyrir slappleika í nokkrar vikur.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Brad Arnold, forsprakki hljómsveitarinnar 3 Doors Down, hefur greinst með krabbamein. Fannst krabbameinið er hann gekkst undir læknisskoðun eftir að hafa fundið fyrir slappleika í nokkrar vikur.

Arnold, sem er 46 ára, greindi frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Tónlistarmaðurinn er með fjórða stigs nýrnafrumukrabbamein, renal cell carcinoma, sem hefur þegar dreift sér í lungun.

3 Doors Down, hvað þekktust fyrir rokkslagarann Kryptonite frá árinu 2000, hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin vegna veikinda Arnold.

View this post on Instagram

A post shared by 3 Doors Down (@3doorsdown)

mbl.is