Katrín Tanja og Brooks greindu frá kyninu

Frægir fjölga sér | 8. maí 2025

Katrín Tanja og Brooks greindu frá kyninu

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi íshokkíleikmaður, hafa greint frá kyni ófædds barns síns.

Katrín Tanja og Brooks greindu frá kyninu

Frægir fjölga sér | 8. maí 2025

Katrín Tanja og Brooks Laich eiga von á barni.
Katrín Tanja og Brooks Laich eiga von á barni. Ljósmynd/Instagram

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi íshokkíleikmaður, hafa greint frá kyni ófædds barns síns.

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi íshokkíleikmaður, hafa greint frá kyni ófædds barns síns.

Parið, sem er búsett í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Idaho-fylki, tilkynnti gleðitíðindin með myndbandsfærslu á Instagram fyrr í dag.

Hundur parsins, Koda, varð þess heiðurs aðnjótandi að greina frá kyninu, en hann var með bleikan klút um hálsinn.

Parið á því von á stúlku síðar á árinu. 

Katrín og Brooks opinberuðu sambandið sitt árið 2021 en trúlofuðu sig stuttu fyrir síðustu jól.

mbl.is