Formlegur sumarfrísundirbúningur hafinn

Fatastíllinn | 9. maí 2025

Formlegur sumarfrísundirbúningur hafinn

Ertu búin að ákveða hvaða týpa þú ætlar að vera í sumarfríinu? Cruise-lína Chanel var kynnt á dögunum á Ítalíu.

Formlegur sumarfrísundirbúningur hafinn

Fatastíllinn | 9. maí 2025

Það er elegant að vera í sundbol og kápu yfir. …
Það er elegant að vera í sundbol og kápu yfir. Takið eftir munstrinu inni í kápunni. Ljósmynd/Chanel

Ertu búin að ákveða hvaða týpa þú ætlar að vera í sumarfríinu? Cruise-lína Chanel var kynnt á dögunum á Ítalíu.

Ertu búin að ákveða hvaða týpa þú ætlar að vera í sumarfríinu? Cruise-lína Chanel var kynnt á dögunum á Ítalíu.

Franska tískuhúsið Chanel frumsýndi Cruise-línu sína við Como-vatn á Ítalíu í síðustu viku. Í þessari línu leitast tískuhúsið við að kalla fram hina eftirsóknarverðu sumarfrísstemningu. Línan hefur að geyma tímalausan glæsileika en er þó hámóðins á sama tíma. Í línunni er að finna frjálslegri fatnað en í öðrum línum Chanel. Sumarið er jú tíminn til að ná streitunni úr frumunum og njóta alls þess besta sem þessi árstíð hefur upp á að bjóða. Í línunni er að finna röndótta boli, toppa og kjóla, aðsniðið vesti með pífukanti og hnésíð pils sem fara flestum vel.

Aðsniðið vesti með pífukanti að neðan er sumarlegt og fer …
Aðsniðið vesti með pífukanti að neðan er sumarlegt og fer vel við vel sniðið pils. Ljósmynd/Chanel
Röndótt mætti hinum klassíska Chanel-jakka þegar línan var sýnd.
Röndótt mætti hinum klassíska Chanel-jakka þegar línan var sýnd. Ljósmynd/Chanel
Hér má sjá hvíta hnésíða kápu með belti og gulltölum.
Hér má sjá hvíta hnésíða kápu með belti og gulltölum. Ljósmynd/Chanel
Chanel er að vinna með það að hafa buxur og …
Chanel er að vinna með það að hafa buxur og jakka í stíl, án þess að detta í of mikinn dragtarfíling. Ljósmynd/Chanel
Rauðbleik dragt með hnésíðu pilsi vakti athygli á sýningunni. Takið …
Rauðbleik dragt með hnésíðu pilsi vakti athygli á sýningunni. Takið eftir jakkanum sem er með stuttum víðum ermum. Ljósmynd/Chanel
Röndótt efni hefur alltaf verið svolítið mikið Coco Chanel sem …
Röndótt efni hefur alltaf verið svolítið mikið Coco Chanel sem stofnaði tískuhús sitt 1915. Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Ljósmynd/Chanel
Hér má sjá ermalausan kjól með v-hálsmáli, tölum og vösum …
Hér má sjá ermalausan kjól með v-hálsmáli, tölum og vösum að framan. Ljósmynd/Chanel
Röndóttar buxur koma þér í hinn sanna sumarfrísfíling.
Röndóttar buxur koma þér í hinn sanna sumarfrísfíling. Ljósmynd/Chanel
mbl.is