Streep og Short sprengdu krúttskalann

Poppkúltúr | 9. maí 2025

Streep og Short sprengdu krúttskalann

Krúttlegasta parið í Hollywood, Martin Short og Meryl Streep, er að springa úr ást ef marka má ljósmyndir sem náðust af því á tökusetti fimmtu seríu Only Murders in the Building á miðvikudag.  

Streep og Short sprengdu krúttskalann

Poppkúltúr | 9. maí 2025

Meryl Streep og Martin Short.
Meryl Streep og Martin Short. Samsett mynd

Krúttlegasta parið í Hollywood, Martin Short og Meryl Streep, er að springa úr ást ef marka má ljósmyndir sem náðust af því á tökusetti fimmtu seríu Only Murders in the Building á miðvikudag.  

Krúttlegasta parið í Hollywood, Martin Short og Meryl Streep, er að springa úr ást ef marka má ljósmyndir sem náðust af því á tökusetti fimmtu seríu Only Murders in the Building á miðvikudag.  

Parið, sem hefur ekki beint opinberað samband sitt þrátt fyrir ófá stefnumót í New York, Santa Monica og víðar og margra mánaða vangaveltur fjölmiðla og aðdáenda, var við tökur á götu í New York-borg þegar ljósmyndara People bar að garði.  

Þó svo að stórstjörnurnar hafi ekki staðfest rómantískt samband tala myndirnar sínu máli, en parið, sem leikur hjón í gamansömu glæpaseríunni, tók vart augun af hvort öðru þegar leikstjórinn kallaði „cut“ og skellti í einn góðan koss.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

Amy Schumer staðfesti orðróminn

Streep og Short hafa varið miklum tíma saman síðustu mánuði og mættu meðal annars í stjörn­um prýtt fimm­tugsaf­mæli Sat­ur­day Nig­ht Live um miðjan fe­brú­ar. 

Parið sat hlið við hlið á Homecom­ing-tón­leik­un­um sem haldn­ir voru á sjálf­an Valentínus­ar­dag­inn og mætti einnig í af­mæl­isþátt­inn þar sem það tók þátt í skemmti­atriðum kvölds­ins sem gladdi viðstadda, þá sér­stak­lega atriði Streep, þar sem það var frum­raun leik­kon­unn­ar í Sat­ur­day Nig­ht Live. 

Grín­ist­inn Amy Schumer sat við hlið pars­ins á Homecom­ing-tón­leik­un­um og lét hafa það eft­ir sér að lokn­um hátíðar­höld­un­um að Short væri greini­lega lofaður. 

Short var kvænt­ur leik­kon­unni Nancy Dolm­an frá ár­inu 1980 og þar til hún lést árið 2010 af völd­um krabba­meins í eggja­stokk­um. Streep var gift mynd­höggv­ar­an­um Don Gum­mer í 45 ár en þau standa nú í skilnaði. 

mbl.is