Hyggjast lækka fasteignagjöld á næsta ári

Dagmál | 12. maí 2025

Hyggjast lækka fasteignagjöld á næsta ári

Til stendur að lækka fasteignagjöld í Árborg á næsta ári. Það er „klárlega“ hægt að lækka skatta enn frekar á næsta kjörtímabili ef reksturinn heldur áfram að vera sjálfbær.

Hyggjast lækka fasteignagjöld á næsta ári

Dagmál | 12. maí 2025

Til stendur að lækka fasteignagjöld í Árborg á næsta ári. Það er „klárlega“ hægt að lækka skatta enn frekar á næsta kjörtímabili ef reksturinn heldur áfram að vera sjálfbær.

Til stendur að lækka fasteignagjöld í Árborg á næsta ári. Það er „klárlega“ hægt að lækka skatta enn frekar á næsta kjörtímabili ef reksturinn heldur áfram að vera sjálfbær.

Þetta segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu, í nýjasta þætti Dagmála.

Er svigrúm til frekari lækkana í fasteignagjöldum eða álíka?

„Það er það sem við horfum til núna. Efsti liðurinn hjá okkur núna til að skoða eru fasteignagjöldin. Þau eru há hjá okkur, við erum meðvituð um það. Staðan var þannig hjá okkur að við gátum ekki leyft okkur að taka þau niður, þó við værum búin að tala oft um það. Núna sjáum við með því að skuldaviðmiðið er lægra, handbæra féð hjá okkur er betra og veltufé, að við erum á góðum stað,” segir Bragi.

Í Dagmálum ræðir Bragi um þann mikla viðsnúning sem orðið hefur á rekstri sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur skuldasöfnun verið mikil en meirihlutinn í Árborg kynnti nýverið ársreikning fyrir árið 2024 þar sem afkoma er jákvæð um rúma þrjá milljarða. 

Bragi nefnir að íbúar eigi að njóta árangursins þegar reksturinn gangi vel með lægri gjaldskrá í þjónustu eða með lægri sköttum.

Hann svarar játandi þegar hann er spurður hvort að lækkanir á fasteignagjöldum eigi að taka gildi á næsta ári.

Frekari lækkanir mögulegar á næsta kjörtímabili

Haldið þið að það sé hægt að fara í frekari lækkanir á næsta kjörtímabili ef að reksturinn heldur áfram að vera sjálfbær?

„Já, alveg klárlega. Það er markmiðið og það sem við eigum að vinna að sem kjörnir fulltrúar, að vera með ábyrgan rekstur og hagkvæman þannig að þú getir lækkað álögurnar á íbúa,“ segir Bragi.

Álag var sett á út­svar á síðasta ári að til­lögu eft­ir­lits­nefnd­ar með rekstri sveit­ar­fé­laga. Upp­haf­lega fékk sveit­ar­fé­lagið leyfi til þess að hafa álagið í tvö ár en álagið var afnumið eftir eitt ár sökum þess að búið vara að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það er því ekki gildi í ár. 

Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Braga Bjarna­son í heild sinni.

Sveitarfélagið hefur glímt við mikil fjárhagsvandræði síðustu ár en á …
Sveitarfélagið hefur glímt við mikil fjárhagsvandræði síðustu ár en á síðasta ári var skilað einum besta ársreikningi í sögu sveitarfélagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is