Var á vinnustofu: „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“

Alþingi | 12. maí 2025

Var á vinnustofu: „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, krafði fjármálaráðherra svara á því af hverju hann mætti ekki í 1. umræðu um veiðigjöld á laugardaginn. Fjármálaráðherra kvaðst hafa verið á fundi í Smiðju en viðurkenndi að fjarvera hans hefði verið óheppileg. 

Var á vinnustofu: „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“

Alþingi | 12. maí 2025

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, krafði fjármálaráðherra svara á því af hverju hann mætti ekki í 1. umræðu um veiðigjöld á laugardaginn. Fjármálaráðherra kvaðst hafa verið á fundi í Smiðju en viðurkenndi að fjarvera hans hefði verið óheppileg. 

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, krafði fjármálaráðherra svara á því af hverju hann mætti ekki í 1. umræðu um veiðigjöld á laugardaginn. Fjármálaráðherra kvaðst hafa verið á fundi í Smiðju en viðurkenndi að fjarvera hans hefði verið óheppileg. 

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag. 

Óskað var eftir því á laugardaginn að Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, tæki þátt í 1. umræðu um veiðigjöld á þingfundi sem stjórnarliðar boðuðu.

Daði mætti hins vegar ekki því hann hafði „skyldum að gegna.“ Af myndum á samfélagsmiðlum að dæma var hann fjarverandi þingfund vegna vinnustofu grasrótar Viðreisnar sem haldin var í Smiðju, skrifstofuhúsi Alþingis.

Vinnustofan hét: „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?.“

„Hér á laugardaginn þá beið þingheimur í tvær klukkustundir eftir því að hæstvirtur ráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, kæmi í hús. Og upp hafa vaknað spurningar hér undir fundarstjórn. Hvar var ráðherra? Og vil ég því spyrja hæstvirtan fjármála- og efnahagsráðherra, hvar var hann,“ spurði Jens Garðar.

Fundurinn styttri en hann gerði ráð fyrir

Daði Már mætti þá til svara og þakkaði þingheimi fyrir mikinn áhuga á staðsetningu hans. Kvaðst hann í raun vera hrærður yfir áhuganum. 

„Tilfellið er að ég hafði skyldum að gegna á fundi, sem vissulega var hér í húsinu [í Smiðju] og hafði í hyggju að koma hér og taka þátt í lokum umræðunnar sem varð síðan styttri en gert var ráð fyrir. Það náðist því ekki,“ sagði Daði Már.

Enn fremur tók Daði fram að hann hefði alltaf áður verið viðstaddur 1. umræðu sem hann hefur mælt fyrir. Hann viðurkenndi þó að það væri óheppilegt að hann hefði ekki verið viðstaddur þessa umræðu.

„Þannig því sé haldið til haga að það væri vissulega óheppilegt að ég skyldi ekki ná að sinna þessu hlutverki mínu. En eins og ég segi, fundurinn varð styttri en ég hafði gert ráð fyrir,“ sagði Daði en tók ekki fram hvar hann var. 

Í færslu Viðreisnar á Facebook um fundinn, sem fór fram á sama tíma og þingfundur, má sjá mynd af þeim sem tóku þátt í vinnustofunni. Þar má sjá Daða Má. 

Greinir kannski á um hvað séu „markverðir fundir“

Jens þakkaði fyrir svarið en sagði það vera fyrirslátt.

„Hæstvirtur ráðherra var kominn í hús klukkustund áður en umræðu lauk og sat hér í vinnustofu sem heitir: „Við erum í ríkisstjórn, hvað nú“. Er von að Viðreisn spyrji „hvað nú?“ En það er heilög skylda ráðherra að sitja í þingsal og ræða mál og sitja undir og vera til svara fyrir þau mál sem skipta máli. Finnst ráðherra það forsvaranlegt að sýna þingheimi þessa vanvirðingu sem hann gerði,“ spurði Jens.

Daði svaraði þá í seinna skipti:

„Það var að sjálfsögðu ekki mín ætlun að sýna neina vanvirðingu, þvert á móti. Nú getur auðvitað verið að okkur háttvirtum þingmanni greini á um hvað er eru markverðir fundir og hvað eru ekki markverðir fundir. En það var vissulega ætlun mín að sinna því hlutverki sem ég átti að sinna hér og það má raunar á vissan hátt líta þannig á að ég hef verið í húsi,“ sagði Daði.

mbl.is