Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Poppkúltúr | 13. maí 2025

Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Nekt hefur verið bönnuð á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í dag. Þetta þykja sorgarfréttir fyrir tískuunnendur þar sem margar stjörnur hafa skilið lítið eftir fyrir ímyndunaraflið með fatnaði sínum á undanförnum árum. 

Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Poppkúltúr | 13. maí 2025

Naomi Campbell á rauða dreglinum í fyrra.
Naomi Campbell á rauða dreglinum í fyrra. AFP

Nekt hefur verið bönnuð á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í dag. Þetta þykja sorgarfréttir fyrir tískuunnendur þar sem margar stjörnur hafa skilið lítið eftir fyrir ímyndunaraflið með fatnaði sínum á undanförnum árum. 

Nekt hefur verið bönnuð á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í dag. Þetta þykja sorgarfréttir fyrir tískuunnendur þar sem margar stjörnur hafa skilið lítið eftir fyrir ímyndunaraflið með fatnaði sínum á undanförnum árum. 

Stjórnendur hátíðarinnar hafa nú uppfært reglur um klæðaburð meðan á hátíðinni stendur.

„Af kurteisisástæðum er nekt bönnuð á rauða dreglinum sem og annars staðar á hátíðinni,“ segir í tilkynningu hátíðarinnar. 

„Einnig er óheimilt að nota stóran og íburðarmikinn klæðnað sem hindrar eðlilega umferð gesta og gerir aðgang að sætum í leikhúsinu flókinn. Móttökuteymi hátíðarinnar verður gert skylt að banna aðgang að rauða dreglinum fyrir þá sem vanvirða þessar reglur.“

Efnislitlir kjólar hafa verið gríðarlega áberandi síðustu ár. Fyrirsæturnar Bella Hadid, Naomi Campbell, Kendall Jenner, Irina Shayk og leikkonan Cameron Diaz eiga eftirminnileg augnablik á rauða dreglinum sem vöktu mikla athygli. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af ögrandi fatnaði síðustu ára.

Ætli þessi kjóll yrði ekki stranglega bannaður?
Ætli þessi kjóll yrði ekki stranglega bannaður? AFP
Bella Hadid í Cannes árið 2021.
Bella Hadid í Cannes árið 2021. AFP
Kendall Jenner árið 2018.
Kendall Jenner árið 2018. AFP
Irina Shayk árið 2023.
Irina Shayk árið 2023. AFP
Leila Depina árið 2023.
Leila Depina árið 2023. AFP
mbl.is