Elli Egils og María Birta stækka fjölskylduna

Frægar fjölskyldur | 13. maí 2025

Elli Egils og María Birta stækka fjölskylduna

„Fox fjölskyldan hefur stækkað og hjörtun með. Við kynnum dóttur okkar - Naja Elladóttir Fox.“ Svona hljómar færsla á Instagram-síðu leikkonunnar Maríu Birtu Bjarnadóttur Fox, en hún og listamaðurinn Elli Egilsson Fox höfðu áður ættleitt Ingaciu, sem verður fjögurra ára á árinu.

Elli Egils og María Birta stækka fjölskylduna

Frægar fjölskyldur | 13. maí 2025

Elli Egils og María Birta með dætur sínar Ingaciu og …
Elli Egils og María Birta með dætur sínar Ingaciu og Nöju. Skjáskot/Instagram

„Fox fjölskyldan hefur stækkað og hjörtun með. Við kynnum dóttur okkar - Naja Elladóttir Fox.“ Svona hljómar færsla á Instagram-síðu leikkonunnar Maríu Birtu Bjarnadóttur Fox, en hún og listamaðurinn Elli Egilsson Fox höfðu áður ættleitt Ingaciu, sem verður fjögurra ára á árinu.

„Fox fjölskyldan hefur stækkað og hjörtun með. Við kynnum dóttur okkar - Naja Elladóttir Fox.“ Svona hljómar færsla á Instagram-síðu leikkonunnar Maríu Birtu Bjarnadóttur Fox, en hún og listamaðurinn Elli Egilsson Fox höfðu áður ættleitt Ingaciu, sem verður fjögurra ára á árinu.

Elli var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Tölum um, í stjórn kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar, sumarið 2024 og þar kom fram að þau María Birta hafa haft „heimili sitt opið“ og verið dugleg að taka á móti fósturbörnum allt frá því þau fluttu til Las Vegas.

Maríu Birtu dreymdi ávallt um að ættleiða börn, frá því hún var barn sjálf.

Elli og María hafa verið gift í ellefu ár núna í júlí en þau giftu sig aðeins níu mánuðum eftir að þau kynntust. Í viðtalinu segir Elli að þau María séu „eitt risastórt hjarta“. 

Smartland óskar þeim til hamingju með lífið!



mbl.is