Skims opnar verslun í Lundúnum

Fatastíllinn | 13. maí 2025

Skims opnar verslun í Lundúnum

Undirfatamerkið Skims er í eigu Kim Kardashian og hefur vaxið ógurlega síðan það var stofnað árið 2019. Nú hyggst hún færa út kvíarnar í Evrópu og stefnir á að opna verslun á Regent Street í Lundúnum. 

Skims opnar verslun í Lundúnum

Fatastíllinn | 13. maí 2025

Skims framleiðir aðhaldsfatnað, heimaföt, nærföt og sundföt meðal annars.
Skims framleiðir aðhaldsfatnað, heimaföt, nærföt og sundföt meðal annars. Samsett mynd

Undirfatamerkið Skims er í eigu Kim Kardashian og hefur vaxið ógurlega síðan það var stofnað árið 2019. Nú hyggst hún færa út kvíarnar í Evrópu og stefnir á að opna verslun á Regent Street í Lundúnum. 

Undirfatamerkið Skims er í eigu Kim Kardashian og hefur vaxið ógurlega síðan það var stofnað árið 2019. Nú hyggst hún færa út kvíarnar í Evrópu og stefnir á að opna verslun á Regent Street í Lundúnum. 

Skims hefur þó verið fáanlegt í borginni en litlar deildir eru bæði í vinsælu verslununum Harrods og Selfridges. Merkið var stofnað af Kardashian og Svíjanum Jens Grede. Fyrirtækið hefur gert tíu ára leigusamning á einni stærstu verslunargötu Lundúna, Regent Street. Verslunin Ted Baker var áður til húsa í rýminu en skammt frá er verslun 66°Norður. 

Merkið er þekkt fyrir góðan aðhaldsfatnað og nærföt. Síðan hafa þægileg heimaföt og nú sundföt bæst við vöruúrvalið.

Skims-óðir Íslendingar ættu því að gleðjast yfir þeim fregnum að stærðarinnar verslun opni á þessum vinsæla áfangastað.

Kim Kardashian er stofnandi merkisins.
Kim Kardashian er stofnandi merkisins. Skjáskot/Instagram
mbl.is