Hera Björk kynnir stig Íslands

Eurovision | 14. maí 2025

Hera Björk kynnir stig Íslands

Hera Björk verður stigakynnir íslensku dómnefndarinnar á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer á laugardaginn.

Hera Björk kynnir stig Íslands

Eurovision | 14. maí 2025

Hera Björk verður stigakynnir Íslands í Eurovision.
Hera Björk verður stigakynnir Íslands í Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hera Björk verður stigakynnir íslensku dómnefndarinnar á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer á laugardaginn.

Hera Björk verður stigakynnir íslensku dómnefndarinnar á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer á laugardaginn.

„Það er mér sannur heiður að fá að gegna þessu hlutverki í ár og ég hlakka mikið til að fá kannski að spreyta mig smá á klassísku frægu frösunum sem tilheyra keppninni og gefa Evrópu hin íslensku „Dúse púaa“ dómnefndarinnar í ár,“ er haft eftir Heru Björk í tilkynningu RÚV. 

Hera Björk er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnug en árið 2010 söng hún lagið Je ne sais quoi í Osló og á síðasta ári flutti hún lagið Scared of Heights í Malmö. Hera hefur verið raddþjálfari og bakraddarsöngkona í þremur öðrum framlögum Íslands.

 

mbl.is