Hoppað í fangið á VÆB

Eurovision | 14. maí 2025

Hoppað í fangið á VÆB

Það leið ekki á löngu þar til fjölskylda og vinir VÆB-bræða stukku í fang þeirra eftir að úrslit gærkvöldsins voru kunngjörð.

Hoppað í fangið á VÆB

Eurovision | 14. maí 2025

Það leið ekki á löngu þar til fjölskylda og vinir VÆB-bræða stukku í fang þeirra eftir að úrslit gærkvöldsins voru kunngjörð.

Það leið ekki á löngu þar til fjölskylda og vinir VÆB-bræða stukku í fang þeirra eftir að úrslit gærkvöldsins voru kunngjörð.

Full ástæða var til en bræðurnir tryggðu Ísland áfram í úrslit Eurovision og keppa á laugardaginn.

mbl.is fangaði augnablikið og hér fyrir ofan má sjá myndskeið af fagnaðarlátunum.

Gott bakland

Matthías Davíð fékk rembingskoss frá kærustunni.

Kærasta Matthíasar er Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir en hún starfar sem leikmunahönnuður.

Íslenska baklandið hefur verið áberandi í Basel alla vikuna, og bræðurnir segjast þakklátir fyrir stuðninginn.

Engan bilbug var að finna á þeim þegar þeir stigu út úr VÆB-rútunni í gær fyrir utan hótelið sitt:

„Nú verður partí á laugardaginn.“

Úrslit Eurovision fara fram í St. Jakobshalle á laugardaginn og munu bræðurnir stíga á stokk á ný í silfruðu sjóstökkunum vinsælu – nú með fjölskyldu og vini á fremsta bekk.

mbl.is fylgist áfram með ævintýrinu í Basel fram að úrslitum.

mbl.is