Ekki vera eins og vel grillaður humar í Cannes

Borgarferðir | 15. maí 2025

Ekki vera eins og vel grillaður humar í Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes er tveggja vikna paradís kvikmyndaáhugafólks, árlegur viðburður þar sem kanónur kvikmyndageirans, leikarar, leikstjórar, framleiðendur og dreifingaraðilar koma saman. Hátíð þessa árs fer fram dagana 13.-24. maí og þá er gott að hafa ákveðin atriði í huga ef ferðast er til borgarinnar á þessum tíma.

Ekki vera eins og vel grillaður humar í Cannes

Borgarferðir | 15. maí 2025

Mælt er með sólarvörninni því maí getur verið heitur mánuður …
Mælt er með sólarvörninni því maí getur verið heitur mánuður á frönsku rivíerunni. Samsett mynd/Tide trasher x/Jannis Lucas

Kvikmyndahátíðin í Cannes er tveggja vikna paradís kvikmyndaáhugafólks, árlegur viðburður þar sem kanónur kvikmyndageirans, leikarar, leikstjórar, framleiðendur og dreifingaraðilar koma saman. Hátíð þessa árs fer fram dagana 13.-24. maí og þá er gott að hafa ákveðin atriði í huga ef ferðast er til borgarinnar á þessum tíma.

Kvikmyndahátíðin í Cannes er tveggja vikna paradís kvikmyndaáhugafólks, árlegur viðburður þar sem kanónur kvikmyndageirans, leikarar, leikstjórar, framleiðendur og dreifingaraðilar koma saman. Hátíð þessa árs fer fram dagana 13.-24. maí og þá er gott að hafa ákveðin atriði í huga ef ferðast er til borgarinnar á þessum tíma.

Gott er að hafa nokkur atriði í huga ef ferðast …
Gott er að hafa nokkur atriði í huga ef ferðast er til Cannes um þessar mundir. Alexis AMZ DA CRUZ/Unsplash

Algeng mistök sem ber að forðast

Það er gott að hafa í huga að ef beðið er um eitthvað þá þarf að gera það af mikilli kurteisi, því þarf að fylgja aðdragandi, alveg eins og að fá sér fordrykk á undan eftirréttinum. Frakkar kunna vel að meta orðið „bonjour“ eða góðan dag.  

Það kann að koma á óvart að ekki allir veitingastaðir í Frakklandi taki á móti kreditkortum og því er gott að hafa peninga á sér, til öryggis.

Bókið borð fyrir fram og hafið í huga að opnun veitingastaða fer iðulega eftir matarvenjum Frakka, en þeir borða hádegismat á milli tólf og tvö og kvöldverður byrjar um sjöleytið.

Þjórfé er vel þegið þótt fólk í þjónustustörfum búist ekki endilega við því.

Ef þú vilt ekki vera eins og vel grillaður humar í Cannes þá er gott að hafa sólarvörn í handraðanum, en maí getur verið heitur mánuður við frönsku rivíeruna.

Cannes er mjög sjarmerandi staður.
Cannes er mjög sjarmerandi staður. Diane Picchiottino/Unsplash

Að ferðast til og frá Cannes

Flugvöllurinn í Nice er í um 25 kílómetra fjarlægð frá Cannes og þaðan er rútuleið 81 sem tekur um 45 mínútur og kostar um 3.250 krónur.

Það er einnig hægt að ferðast með lest frá Nice-Villes-lestarstöðinni og er ferðin um 40 mínútur, fyrir rúmlega 1.000 krónur aðra leið.

Þótt orðspor Cannes sé stórt þá er borgin ekki mikil og á meðan á kvikmyndahátíðinni stendur fer flest allt fram á hinu fræga Croisette og Le Palais. Það þýðir að hægt er að dóla sér um fótagangandi eða nýta sér strætisvagna eða leigubíla.

Lúxussnekkjur í höfn.
Lúxussnekkjur í höfn. Amy W./Unsplash

Hvað á að gera 

Það er ekki mikið um söfn, listagallerí eða sögulegar byggingar sem hægt er að skoða í Cannes. Um þessar mundir er þó hægt að fylgjast með rauða dreglinum og öðrum viðburðum á þessari sögufrægu hátíð. 

Hægt er að heimsækja Carlton-hótelið þar sem Alfred Hitchcock kvikmyndaði To Catch a Thief á 6. áratugnum. Fyrir matgæðinga er Marché Forville algjört eðal og göngutúr um götur Le Suquet, gamla bæinn í Cannes, er kjörin leið til að gleyma sér. 

Í Chateau Grimaldi gefur að líta 23 málverk og 44 teikningar eftir Picasso eftir dvöl hans þar í sex mánuði árið 1946.

Bátsferð til Sainte-Marguerite-eyjunnar er vinsæl og þar er fangelsi mannsins með járngrímuna, sem lést í haldi 19. nóvember 1703. 

Drykkur á Le Vieux Port, við höfnina þar sem lúxussnekkjurnar sigla inn og út, hljómar mjög spennandi, eða að verja tíma á ströndinni og njóta einhverra af þeim kvikmyndum sem eru í almenningssýningu á hátíðinni.

Það er vel hægt að slaka á þarna.
Það er vel hægt að slaka á þarna. Valentin Kremer/Unsplash

Forbes

mbl.is