Flutt heim eftir ævintýralega dvöl í Barein

Instagram | 15. maí 2025

Flutt heim eftir ævintýralega dvöl í Barein

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari, flugfreyja og samfélagsmiðlastjarna, er flutt aftur heim til Íslands eftir ævintýralega dvöl í Barein síðustu mánuði.

Flutt heim eftir ævintýralega dvöl í Barein

Instagram | 15. maí 2025

Sara bjó úti ásamt sambýlismanni sínum, Stefáni Davíð Helga­syni flug­manni, …
Sara bjó úti ásamt sambýlismanni sínum, Stefáni Davíð Helga­syni flug­manni, og loðbörnum þeirra, hundunum Lúðvík og Bóasi. Samsett mynd

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari, flugfreyja og samfélagsmiðlastjarna, er flutt aftur heim til Íslands eftir ævintýralega dvöl í Barein síðustu mánuði.

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari, flugfreyja og samfélagsmiðlastjarna, er flutt aftur heim til Íslands eftir ævintýralega dvöl í Barein síðustu mánuði.

Sara kvaddi lífið í Barein, eyríki í Persaflóa, nýverið og rifjaði upp allar góðu stundirnar í fallegri færslu á Instagram-síðu sinni í dag.

„Þangað til næst, Barein.

Að flytja hingað í lok síðasta sumars var smá stökk með dass af óvissu...sem varð að bestu átta mánuðum lífs míns (so far).

Góðmennskan, náungakærleikurinn og rólegi hversdagsleikinn sem ég kynntist hérna mun fylgja mér áfram & þessi dásamlega eyja á alltaf stað í hjartanu mínu.

Ps. Næsta mission: koma Lúðvík & Bóasi yfir hafið í íslenska sumarið til okkar,“ skrifar Sara við færsluna.

 

mbl.is