Heidi Klum braut reglurnar í Cannes

Rauði dregillinn | 15. maí 2025

Heidi Klum braut reglurnar í Cannes

Ofurfyrirsætan Heidi Klum braut nýjar reglur rauða dregilsins á kvikmyndahátíðinni í Cannes en kjóllinn þótti of fyrirferðarmikill. Kvikmyndahátíðin birti nýjar klæðaburðarreglur aðeins degi fyrir hátíðina sem sögðu alla nekt bannaða sem og fyrirferðamiklar flíkur.

Heidi Klum braut reglurnar í Cannes

Rauði dregillinn | 15. maí 2025

Ofurfyrirsætan Heidi Klum mætti í áberandi kjól frá Elie Saab.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum mætti í áberandi kjól frá Elie Saab. AFP

Ofurfyrirsætan Heidi Klum braut nýjar reglur rauða dregilsins á kvikmyndahátíðinni í Cannes en kjóllinn þótti of fyrirferðarmikill. Kvikmyndahátíðin birti nýjar klæðaburðarreglur aðeins degi fyrir hátíðina sem sögðu alla nekt bannaða sem og fyrirferðamiklar flíkur.

Ofurfyrirsætan Heidi Klum braut nýjar reglur rauða dregilsins á kvikmyndahátíðinni í Cannes en kjóllinn þótti of fyrirferðarmikill. Kvikmyndahátíðin birti nýjar klæðaburðarreglur aðeins degi fyrir hátíðina sem sögðu alla nekt bannaða sem og fyrirferðamiklar flíkur.

„Fyrirferðamikil klæði, sérstaklega þau með langa slóða, sem hindra eðlilegt flæði gesta og flækja sætaskipan í leikhúsinu eru ekki leyfð,“ sagði í tilkynningu frá hátíðinni.

Kjóllinn sem hún klæddist var frá líbanska fatahönnuðinum Elie Saab. Hann var ljósbleikur og gerður úr ótal mörgum lögum, pífum og tjulli sem mynduðu blóm. Slóðinn tók mikið pláss sem hefur án efa þótt ómögulegt í augum stjórnanda á Cannes.

mbl.is