Mætti þjófunum hlaðin demöntum

Fatastíllinn | 15. maí 2025

Mætti þjófunum hlaðin demöntum

Kim Kardashian bar vitni í dómsal í París í fyrradag vegna vopnaðs ráns á hótelherbergi hennar þar sem skartgripum hennar var rænt árið 2016. Tíu manns voru ákærðir vegna ránsins og hófust réttarhöldin gegn þeim í síðasta mánuði. 

Mætti þjófunum hlaðin demöntum

Fatastíllinn | 15. maí 2025

Kardashian sparaði ekki demantana fyrir tilefnið.
Kardashian sparaði ekki demantana fyrir tilefnið. Ljósmynd/AFP

Kim Kardashian bar vitni í dómsal í París í fyrradag vegna vopnaðs ráns á hótelherbergi hennar þar sem skartgripum hennar var rænt árið 2016. Tíu manns voru ákærðir vegna ránsins og hófust réttarhöldin gegn þeim í síðasta mánuði. 

Kim Kardashian bar vitni í dómsal í París í fyrradag vegna vopnaðs ráns á hótelherbergi hennar þar sem skartgripum hennar var rænt árið 2016. Tíu manns voru ákærðir vegna ránsins og hófust réttarhöldin gegn þeim í síðasta mánuði. 

Dómsalurinn var fullur af blaðamönnum þegar Kardashian var mætt til að rifja upp þennan erfiða atburð. Engar myndatökur voru leyfðar inni í dómsalnum en ljósmyndarar fylgdust vel með þegar Kardashian mætti á svæðið.

Það var í hennar anda að gera þetta að tískuviðburði. Kardashian klæddist svartri pilsadragt með áberandi axlarpúðum en fötin eru hönnun John Galliano og frá árinu 1995. Hún var hlaðin demöntum er hún mætti demantaþjófunum og var með ökklaband, hálsmen, eyrnalokka og stærðarinnar demantshring. 

Þetta þótti ákveðin og sterk yfirlýsing frá athafnakonunni og raunveruleikastjörnunni. 

Réttarhöldin eru til 23. maí og munu smáatriði koma fram í næstu seríu af raunveruleikaþættinum The Kardashians.

Dragtin sem hún klæddist er frá John Galliano frá árinu …
Dragtin sem hún klæddist er frá John Galliano frá árinu 1995. Ljósmynd/AFP
Mæðgurnar Kim Kardashian og Kris Jenner.
Mæðgurnar Kim Kardashian og Kris Jenner. Ljósmynd/AFP
mbl.is