Bandaríska leikkonan Anna Camp, best þekkt fyrir hlutverk sín í Pitch Perfect-trílógíunni og spennuþáttaröðinni You, er komin með kærustu.
Bandaríska leikkonan Anna Camp, best þekkt fyrir hlutverk sín í Pitch Perfect-trílógíunni og spennuþáttaröðinni You, er komin með kærustu.
Bandaríska leikkonan Anna Camp, best þekkt fyrir hlutverk sín í Pitch Perfect-trílógíunni og spennuþáttaröðinni You, er komin með kærustu.
Sú heppna heitir Jade Whipkey og er þekktur stílisti í Hollywood.
Töluverður aldursmunur er á parinu, eða 18 ár. Camp er 42 ára en Whipley aðeins 24 ára.
Camp og Whipkey byrjuðu að stinga saman nefjum í byrjun árs, að sögn heimildamanns The Cut, en parið staðfesti samband sitt í götuviðtali sem birtist á samfélagsmiðlasíðunni TikTok nýverið.
Camp er tvískilin en leikkonan var áður gift meðleikara sínum úr Pitch Perfect, Skylar Astin, og leikaranum Michael Mosley. Bæði hjónaböndin entust í þrjú ár.