Sigga Ózk hélt upp á afmælið með stæl

Instagram | 15. maí 2025

Sigga Ózk hélt upp á afmælið með stæl

Söngkonan Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Sigga Ózk, blés til heljarinnar veislu í tilefni af 26 ára afmæli sínu nú á dögunum, en söngkonan varð árinu eldri þann 15. apríl síðastliðinn.

Sigga Ózk hélt upp á afmælið með stæl

Instagram | 15. maí 2025

Sigga Ózk var í góðum gír.
Sigga Ózk var í góðum gír. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Sigga Ózk, blés til heljarinnar veislu í tilefni af 26 ára afmæli sínu nú á dögunum, en söngkonan varð árinu eldri þann 15. apríl síðastliðinn.

Söngkonan Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Sigga Ózk, blés til heljarinnar veislu í tilefni af 26 ára afmæli sínu nú á dögunum, en söngkonan varð árinu eldri þann 15. apríl síðastliðinn.

Afmælinu var að sjálfsögðu fagnað með stæl og voru veislugestir hvattir til að mæta í bleiku til heiðurs afmælisbarninu, en liturinn er í miklu uppáhaldi hjá því.

Fjölmargir vinir söngkonunnar fögnuðu deginum með henni í bænum Lillehammer í Noregi þar sem Sigga Ózk er búsett, en hún stundar nám við Lillehammer Institute for Music Production and Industries.

Sigga Ózk sýndi frá veisluhöldunum í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag og af myndum að dæma þá var mikið fjör og mikið skálað.

„PINK PARTY IN MY LILLEHAMMER with my limpians,“ skrifaði hún við færsluna.

Sigga Ózk hefur verið á hraðri uppleið í tónlistarheiminum síðustu misserin. Hún hefur tvívegis tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og komst áfram í úrslit í bæði skiptin. Svo talsetti hún hlutverk bleiku nornarinnar Glindu í söngvamyndinni Wicked á síðasta ári.

mbl.is