Þekktur miðill lét fjarlægja æxli í heila

Poppkúltúr | 15. maí 2025

Þekktur miðill lét fjarlægja æxli í heila

Sjónvarpsmaðurinn Tyler Henry, best þekktur sem miðill fræga fólksins í Bandaríkjunum, tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram í gær að hann hefði gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli staðsett í miðjum heilanum.

Þekktur miðill lét fjarlægja æxli í heila

Poppkúltúr | 15. maí 2025

Tyler Henry fékk batakveðjur frá aðdáendum sínum.
Tyler Henry fékk batakveðjur frá aðdáendum sínum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsmaðurinn Tyler Henry, best þekktur sem miðill fræga fólksins í Bandaríkjunum, tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram í gær að hann hefði gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli staðsett í miðjum heilanum.

Sjónvarpsmaðurinn Tyler Henry, best þekktur sem miðill fræga fólksins í Bandaríkjunum, tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram í gær að hann hefði gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli staðsett í miðjum heilanum.

Henry, sem er 29 ára, deildi mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi á samfélagsmiðlasíðunni og sagði aðgerðina hafa heppnast vel. Hann sagðist einnig vera afar þakklátur heilbrigðisstarfsfólki sem og fjölskyldu sinni.

Fjölmargir aðdáendur hans, þar á meðal leikkonurnar Chrissy Metz og Yvette Nicole Brown, sendu honum batakveðjur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Henry gengst undir heilaskurðaðgerð.

Í Instagram-færslu sem birtist í ágúst 2023 opnaði hinn frægi miðill sig um að hafa gengist undir aðgerð stuttu eftir 18 ára afmælið sitt, eða eftir að segulómun leiddi í ljós það sem kallast á ensku „congenital brain cyst“, en miðillinn hafði glímt við slæma höfuðverki vikurnar á undan.

Henry skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 með þáttaröðinni Hollywood Medium with Tyler Henry. Miðillinn er einn sá vinsælasti í heimi og hefur hann heimsótt nokkrar af þekktustu stjörnum Hollywood, þar á meðal leikarann Kelsey Grammer, Kardashian-fjölskylduna og leikkonuna Megan Fox og tengt þær við látna ástvini.

mbl.is