„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer“

Poppkúltúr | 16. maí 2025

„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer“

Rumi Carter, yngri dóttir tónlistarparsins Beyoncé Knowles og Jay-Z, verður öruggari með hverjum tónleikunum á Cowboy Carter-túr móður sinnar.

„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer“

Poppkúltúr | 16. maí 2025

Beyoncé Knowles þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir besta rapp frammistöðu …
Beyoncé Knowles þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir besta rapp frammistöðu á sviði með lagi sínu Savage, 2021. Kevin Winter/AFP

Rumi Carter, yngri dóttir tónlistarparsins Beyoncé Knowles og Jay-Z, verður öruggari með hverjum tónleikunum á Cowboy Carter-túr móður sinnar.

Rumi Carter, yngri dóttir tónlistarparsins Beyoncé Knowles og Jay-Z, verður öruggari með hverjum tónleikunum á Cowboy Carter-túr móður sinnar.

Í nýju myndbandi frá fimmtu tónleikum Beyoncé í Los Angeles syngur Rumi, sem er sjö ára, með laginu Protector, faðmar móður sína, brosir og vinkar aðdáendum. Á sviðinu er einnig eldri systir hennar, hin þrettán ára Blue Ivy Carter.

Frá tónleikum Beyoncé í Cowboy Carter-tónleikaröðinni.
Frá tónleikum Beyoncé í Cowboy Carter-tónleikaröðinni. Skjáskot/Instagram

Amma stúlknanna, Tina Knowles, sagði í síðustu viku að Rumi væri dugleg að taka eftir því sem stóra systir hennar gerir á sviðinu og kallar það „stóru systur orkuþjálfun“.

„Það hvernig hún fylgist með Blue og speglar hverja hreyfingu ... þú getur séð að hún er að taka glósur,“ skrifaði Tina.

Í viðtali við GQ í september sagði Beyoncé að hún skipulagði tónleikana í kringum dagskrá barnanna sinna. 

„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer,“ sagði Beyoncé. „Þau koma á skrifstofuna til mín eftir skóla og þau eru í stúdíóinu með mér. Það er eðlilegt að þau læri kóreógrafíuna mína.“

View this post on Instagram

A post shared by TETRIS (@itstetrisbish)

Elle

mbl.is