„Ég elska alla á Íslandi“

Eurovision | 16. maí 2025

„Ég elska alla á Íslandi“

Ástralski tónlistarmaðurinn Go-Jo, oft kallaður Milkshake Man eftir smellinum sem hann flutti í Eurovision, steig á svið í gærkvöldi þegar síðara undanúrslitakvöld Eurovision fór fram.

„Ég elska alla á Íslandi“

Eurovision | 16. maí 2025

Ástralski tónlistarmaðurinn Go-Jo, oft kallaður Milkshake Man eftir smellinum sem hann flutti í Eurovision, steig á svið í gærkvöldi þegar síðara undanúrslitakvöld Eurovision fór fram.

Ástralski tónlistarmaðurinn Go-Jo, oft kallaður Milkshake Man eftir smellinum sem hann flutti í Eurovision, steig á svið í gærkvöldi þegar síðara undanúrslitakvöld Eurovision fór fram.

Þar mætti hann 15 öðrum atriðum og til mikillar furðu áhorfenda lenti hann ekki í tíu efstu sætum kvöldsins. Hann mætir því ekki VÆB-bræðrum á laugardaginn eins og til stóð.

„79 rokk­stig“

mbl.is ræddi við Go-Jo á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út hversu mörg rokkstig (e. aura-points) honum finnst hann hafa á skalanum 1–100.

Svaraði Go-Jo brosandi:

„Ég er í kringum 79 núna - það er líklega dressið sem heldur mér þar, ég er frekar þreyttur.“

Á erfitt með að flytja þungarokk

Allra besta Eurovision-lagið að hans mati er ódauðlega finnska rokk­bomban „Hard Rock Hallelujah“:

„Ég myndi elska að flytja það einn daginn,“ segir hann, en viðurkennir að þungarokk sé „sá eini flokkur sem ég á erfitt með“.

Kveðjur til Íslands

Go-Jo færir íslenskum áhorfendum hlýjar kveðjur:

„Landið er í efstu sætum á ferðalistanum mínum og ég get ekki beðið eftir að heimsækja ykkur. Ég elska líka framlagið ykkar í ár - VÆB-strákarnir eru svo skemmtilegir og fyndnir.“

Þrátt fyrir að Eurovision-ferðalagi Go-jo sé lokið í bili hefur honum klárlega tekist að eignast fjölda nýrra aðdáenda og hver veit nema við sjáum hann á Íslandi fljótlega?

mbl.is fylgist áfram með ævintýrum Eurovision héðan frá Basel.

 

AFP
mbl.is